Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 157
íslenzka kirkjan og þjóðkirkjur Norðurlanda. 153
sem bezt má verða, sæki hverir aðra heim, til þess að
kynnast safnaðarlifi og safnaðarstarfsemi hvorrar kirkj-
unnar fyrir sig, eigi með sér sameiginlega málfundi til að
ræða sameiginleg áhugamál, og komi á fót sameiginlegu
kirkjulegu málgagni, er flytji leiðbeinandi og fræðandi
greinar almenns kirkjulegs, trúarlegs og verklegs efnis,
kirkjulegar fréttir, ritfregnir o. fl.
»Sambandsmál« þetta var til umræðu á síðustu presta-
stefnu vorri, þar sem viðstaddir voru tveir af hinum dönsku
nefndarmönnum, þeir prestarnir Arne Möller og Haukur
Gíslason, er báðir töluðu þar á fundum og fluttu kveðjur
frá nefndinni. Fékk málið þar hinar ágætustu undirtektir
og lauk umræðunum með því að svohljóðandi kveðju-
skeyti var sent séra Þórði Tómasson í Horsens:
»Hin islenska prestastefna samankomin í Reyjavík send-
ir yður og gegnum yður hinni dansk-íslenzku kirkjunefnd
innilega kveðju og aluðarþökk fyrir starf yðar og nefndar-
innar til eflingar samvinnu og samúðarþels með hinni
dönsku og íslenzku kirkju. Guð láti það starf bera góðan
árangur.
Fyrir hönd prestastefnunnar
Jón Helgason«.
Á því getur naumast nokkur vafi leikið, að það getur
orðið hinni íslenzku kirkju til verulegrar vakningar og
lífsglæðingar ef takast mætti að koma þessari sambands-
hugsun í framkvæmd, að prestastétt vor muni græða á því,
og það aftur verða öllu safnaðarlífinu með oss til bless-
unar. Því að hin mikla einangrun hefir ávalt verið og er
ennþá mesta mein íslenzku kirkjunnar. Einangrunin hefir
lagt meiri hömlur á alt líf og allar framkvæmdir hinnar
íslenzku kirkju en nokkuð annað. Einangrunin hefir gert
land vort í kirkjulegu tilliti að þagnarinnar landi. Út úr
þessari einangrunartilveru verðum vér að komast, ef vér
eigum ekki að deyja í svefni. Nánari kynni af andlegu
lífi norrænu frændþjóðanna og persónulegt samband við
þær, yrði til þess að veita nýjum og hollum lífsstraumum