Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 16
■Prestafélagsritið.
Þorvaldur víðförli.
11
sannfærst um yfaburði hins nýja siðar, tekur hann skírn og
kona hans og allir heimamenn, nema Ormur sonur hans.
Hann fór þá að heiman. Nokkrir fleiri munu hafa snúist til
kristinnar trúar þennan vetur, fyrir orð Þorvalds, t. d. ein-
hverjir frændur hans og kunningjar, og er það gefið í skyn
í þættinum. Var í rauninni ekki við meiri árangri að búast
hinn fyrsta vetur.
VIII.
Á næsta vori, 982, reisa þeir Þorvaldur og biskup bú að
Lækjamóti í Víðidal, og hefir allur flokkurinn vísast átt þar
•heimili í fyrstu. Sýnir þetta, hversu föstum tökum þeir hafa
ætlað sér að taka á kristniboðinu og viljað hafa tímann fyrir sér
og hrapa ekki að neinu. Þeir ferðast um á sumrin, en halda
að mestu kyrru fyrir á veturna, þar sem vetrarferðalög á Is-
landi hafa verið lítt hent Friðreki biskupi. Frásögnin um ferðir
þeirra er mjög stutt og ekki nákvæm, svo að ókleift er að
rekja þær til hlítar, eða skipa öllu í rétta tímaröð.
Sumarið 982 fara þeir Þorvaldur og biskup kristniboðsför
um Norðlendingafjórðung. Lá það beinast við, er þeir áttu
þar heima; og þar átti Þorvaldur einnig marga frændur, en
sumir þeirra merkir menn og héraðshöfðingjar. Hefir honum
leikið mest hugur á því, að þeir yrðu kristnir, og svo gat
það einnig virst vænlegt að byrja á því, að reka erindi sitt
við þá. Þeir biskup halda alla leið austur í Þingeyjarsýslu, og
verður þeim mikið ágengt í Norðlendingafjórðungi. Þó er ekki
víst, að það hafi aðallega orðið þegar á þessu sumri, því
að þeir fóru um hann aftur, að líkindum á næsta ári. Gætu
þá átt við fyrri ferðina þessi orð í Kristnisögu, að »flestir
menn vikust lítt undir af orðum þeirra«, en við hina síðari: »í
Norðlendingafjórðungi höfnuðu margir menn blótum og brutu
skurðgoð sín, en sumir vildu ei gjalda hoftolla«.
Árangurinn sést bezt á því, að ýmsir höfðingjar og mætir
menn eru tilgreindir, sem létu skírast eða primsignasl. Hefir
minningin aðeins geymt nöfn þeirra, en allir hinir gleymsí,