Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 90
Prestaféiagsritiö. Kristni og þjóðlíf á íslandi. 85
helgra manna eða þýða þær úr útlendu máli. En yfirleitt eru
prestar nú farnir að leggja meiri stund á að kynnast sem
bezt kirkjuréttinum og kemur það vel heim við stefnu tímans.
Þegar Lár. Kálfsson dvelur í Noregi í tíð Jörundar erki-
biskups, virðist hann vera allur í laganámi. Og Jón Halldórs-
son í Skálholti hefir vafalaust verið lærðastur í þeirri grein.
Af andlegum kveðskap verður ekkert til á 14. öldinni, sem
verðskuldar að lifa, nema Lilja Eysteins. Er hún þá líka svo
hátt hafin yfir alt annað, sem þekkist af andlegum kveðskap
frá þeim tímum að rétt má heita synd að nefna það við hlið-
ina á »Lilju«, enda verður hún skjótt sannheilagt kvæði í með-
vitund alls almennings og ier lesin og lærð utan að sem lík-
lega engin íslenzk Ijóð á undan henni.
Þótt alt gangi meira og minna á tréfótum á landi hér á
þessu tímaskeiði, er trúarkendin þó öllu meira vakandi nú en
oft áður með alþýðu manna. Stendur þetta vafalaust meðfram
í sambandi við þau kjör og þá baráttu, sem fólkið átti við að
búa og tilfinning þess fyrir að lífsþrótturinn færi sífelt þverr-
andi. Á slíkum tímum, þar sem alt eða allflest var upp í móti
og þjóðarsálin pínd og lömuð af allskonar yfirgangi valdhaf-
anna, af óáran, mótlæti og mæðu, gátu menn sízt án verið trúar-
bragðanna. Menn gerðu sér því mikið far um að leita sér
huggunar og hugarstyrkingar í lífsbaráttunni við guðræknis-
iðkanir og bænalestur, bæði heima og við tíðaflutninginn í
kirkjunum. Traustið til heilagrar kirkju var þrátt fyrir alt
óveiklað hjá öllum almenningi. I skjóli hennar var frið að
finna og huggun í andstreymi lífsins. Menn báru lotningu fyrir
þeirri miklu hjálpræðisstofnun, og menn lutu fyrirmælum hennar
°2 tileinkuðu sér kenningar hennar, sem þeir viðurkendu
hljóðalaust og á hennar ábyrgð. Út af innihaldi trúarinnar gerðu
wenn sér enga rellu, að því er séð verður, og siðferðiskröfum
kirkjunnar voru menn ekki andvígir, meðan ekki riðu í bága
við eigin hagsmuni. Og brytu menn á móti fyrirmælum kirkj-
unnar, þá var enn sem fyr sakramenti yfirbótarinnar alt af
meðalið, sem nægði, til þess að koma í veg fyrir slæmar af-
leiðingar yfirtroðslunnar.