Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 68
Prestaféiagsrítið. Kristni og þjóðlíf á íslandi. 63
lögtekinn var á alþingi árið 1000, var í rauninni mestmegins
ytri kirkjuleg ákvæði og lífernisreglur, hve lítið var spurt um
lifandi og vitandi trú hjá þeim, sem þar tóku skírn, þá verður
ekki annað en dáðst að því, hve fljótt þessi kristindómur óx
að innileika og dýpt, og hversu hann gat haldið sér hreinum.
I Noregi er helgramanna-dýrkun komin í hæsta blóma um
aldamótin 1100; en úti á Islandi verður naumast nokkurs
slíks vart fyr en á síðari hluta 12. aldar. Og þótt tilsjónar-
menn heilagrar kirkju beittu því valdi mannkostamannsins, sem
þeim var af Guði gefið, þá verður hér ekki vart neinnar kirkju-
legrar valdagræðgi fyr en lítilsháttar á síðasta fjórðungi 12.
aldar, eftir að kirkja íslands er orðin einn hluti norska erki-
biskupsdæmisins og maður eins og Eysteinn Erlendsson hefir
sezt þar að völdum.
Sem dæmi þess hve kirkjan hefir náð tökum á hjörtum al-
mennings, mætti benda á vakningu þá, sem verður á Norður-
landi um daga ]óns Ogmundssonar, — ef til vill einustu trú-
arlegu vakninguna, sem sögur fara af í íslenzku strjálbygðinni.
Hún er jafn eftirtektarverð þótt hún yrði skammæ og
næði ekki út fyrir takmörk Hólastiftis. Það má vel vera að
frásögnin sé nokkuð orðum aukin og lituð hjá Gunnlaugi munk,
til þess að sýna mikil áhrif hins helga Jóns á samtíð sína. En alt
fyrir það er ekki að efa, að til grundvallar frásögn hans liggi
áreiðanlega sögulegur kjarni. En frásagan sýnir berlega hví-
líkum tökum kirkjan þar nyrðra hafði náð á hugsun almenn-
ings. En hið sama hefir átt sér stað um alt land. Verður
ekki heldur betur séð en að kirkjan sé orðin nægilega búin
af innlendum prestum þegar dregur að miðbiki 12. aldarinnar.
En frá sama tíma smá-hverfur sú venja, sem í fyrstu var svo
almenn, að kirkjueigendur tóku sjálfir prestsvígslu til þess að
þjóna að kirkjum sínum. Þó hélzt sú venja enn um hríð á
stöku stað, að höfðingjar tóku vígslu til þess að njóta þeirra
hlunninda, sem prestsembættinu voru samfara eða alt þangað til
Eiríkur erkibiskup ívarsson fyrirbauð vígslutöku goðorðsmanna,
*því að eigi megi þjóna í senn veraldar ívasan og réttilega
kennimanns nafn bera og þá skyldu inna, er kennimenn eiga