Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 21
16
Ásm. Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
starf þeirra borið nokkurn árangur og þeir fengið liðsauka í
nýjum landshluta. Þá bilar hvorki hug né djörfung og búast
öruggir til úrslitabaráttunnar, sem muni renna upp að ári.
X.
Jafnframt því sem kristnihreyfingin er vakin í landinu, tekur
önnur ný að brjótast fram. Hún fer sér að vísu mjög hægt í
fyrstu, meðan menn eru að átta sig á því, að hér sé veruleg
hætta á ferðum fyrir trú feðra þeirra, og ástin til heiðninnar
er að lifna við fyrir árásirnar, sem gerðar eru á hana. En
því sterkari og ægilegri verður hún, þegar fram í sækir. Það
er hatrið til kristniboðanna, sem veldur henni. Framan af vex
hún í kyrþey eins og lækurinn, en að lokum fer eins og segir
í vísu, sem ort var skömmu síðar, er líkt stóð á, og logar af
heift: Geisar á með ísi og heyrir grimmlegan gný, en fjall-
rænt felliveður dynur af fjalli.
Þegar er fært var orðið vorið 984 hafa þeir Þorvaldur lagt
suður, og er förinni heitið til alþingis. Löngu fyrir þing hefir
það varla getað verið, en tímann fram að því hefir þeim verið
mjög áríðandi að nota sem bezt, til þess að koma við hjá
ýmsum höfðingjum í leiðinni og í grend við þingstaðinn, og
reyna að fá þá til þess að snúast til fylgis við kristnina og
veita sér að málum. Verður yfirleitt eðlilegt að hugsa sér ferð
þeirra fyrir sitt leyti svipaða leiðangri Þangbrands með Halli
af Síðu til alþingis 14 árum síðar. Um árangur af starfi þeirra
á Ieið til þings er ókunnugt, af sömu ástæðu sem í Vestfirð-
ingafjórðungi. Hann hefir vafalaust einhver orðið, þótt mót-
spyrnan verði sífelt meiri og meiri. Þeir leggja megin áhersl-
una á það, að boða kristna trú á alþingi og gera þannig til-
raun til þess að fá hana tekna í lög. Var slík aðferð tíð þá
hjá kristniboðum. Þeir höfðu undanfarin ár verið að safna liði
til þeirrar höfuðorustu í trausti til Guðs og góðs málsstaðar,
að því hafði alt stefnt fyrir þeim fram að þessu. Má telja það
vafalaust, að með þeim hafi riðið sá styrkur frænda og vina
kristinna, sem því hafi við komið, og að lagt hafi verið undir
við kristna höfðingja og aðra þá, er trú höfðu tekið, að