Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 109
104
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
kirkjur. Var mér skýrt svo frá, að alls myndu í Bilbao vera
um 50 kirkjur. Voru þær, sem eg sá, flestar bæði stórar og
veglegar, bygðar í næsta ólíkum stíl, sumar með háum gotn-
eskum turnum, en aðrar með lágum turnum í »basilíka« stíl.
Voru kirkjurnar tilkomumestar af byggingum borgarinnar, þótt
margar væru þar aðrar prýðilegar byggingar og mannvirki.
Ekki voru kirkjurnar óveglegri og tilkomuminni að innan en
að utan. Þar var margt, er gripið gat huga mannsins: Hinar
miklu hvelfingar, afarháar súlur og múrstoðir, ölturin mörgu
með margvíslegu og íburðarmiklu skrauti sínu, fagrir prédik-
unarstólar, prýðilegir skriftastólar, myndir á veggjum, myndir
málaðar á glerið í gluggunum, vígsluvatnsker o. fl. Sumstaðar
voru tveir prédikunarstólar, sitt hvoru megin í kirkjunni, en
víðast þó aðeins einn. En ölturu voru alstaðar mörg; flest
taldi eg þau 16 í einni kirkjunni. Tilkomumest var háaltarið,
en sitt hvoru megin við það vegleg hliðarölturu. Þá voru
ölturu fram með hliðum kirkjunnar beggja megin, og enn
fremur í útbyggingum bak við hliðarölturin. Skriftastólar voru
einnig margir, oft 3 hvorumegin fram með hliðarveggjum
kirkjunnar, og voru nöfn skriftafeðranna letruð á hvern
skriftastól. —
18. ágúst fórum vér til Santander, og lögðumst næsta dag
við bryggju í litlu þorpi þar rétt hjá. Heitir þorpið St. Salva-
dor og hefir um 300 íbúa. Þar sá eg sveitakirkju. Var hún
lítil, en lagleg, og skreytt eftir föngum. 3 voru þar ölturin.
Ekki var kirkja þessi opin hversdagslega, nema að morgnin-
um kl. 8—9. Var eg þar við messu einn morguninn á virk-
um degi. í kirkjunni voru þá aðeins 6 þarlendir menn, 5
konur og 1 karlmaður, auk prests og djákna.
í Santander kom eg í veglegar kirkjur, þótt færri væru
kirkjurnar þar en í Bilbao, enda borgin talsvert mannfærri,
innan við 100 þús. manns. Þar voru kirkjur lokaðar hvers-
dagslega eftir hádegið til klukkan 3 síðdegis, en hinn tíma
dagsins opnar, eins og í Bilbao. — Gömul og vegleg dóm-
kirkja er í Santander og biskupssetur sambygt við kirkjuna.
Var eg tvívegis í dómkirkju þessari og þótti mér hún fögur