Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 114
Prestafélag8ritiö.
109
I kirkju á Spáni.
sínar fram fyrir hástól hins kæsta, er oss t. d. æði fjarlægur.
Margt annað hefir efalaust verið ólíkt bænum vorum, bæði að
efni og framsetningu. En þrátt fyrir allan mismun, hafði eg
enga freistingu til í návist þessara manna, að setja mig í spor
Faríseans forðum og þakka Guði fyrir að eg væri ekki eins
og þessir tollheimtumenn.
Það sem gladdi mig í þessum katólsku helgidómum var
að verða var við daglega notkun kirknanna sem bænahúsa
og að kynnast þeim tilbeiðsluanda, sem þar ríkti og sem
hafði þau áhrif á mig, að mér fanst þrátt fyrir alt, sem ólíkt
var, að eg vera þar meðal trúbræðra og systra.
í þessu sá eg ímynd bænalífs þjóðarinnar, ímynd þess, að
spánska þjóðin, þrátt fyrir alt, sem ábótavant kann að vera
trúarlífi og siðgæði, mat þó gildi bænarinnar, og alt, sem eg
sá, benti mér í þá átt, að mikið væri af bænrækni til meðal
þjóðarinnar.
Þar var sameiginlegt atriði, þrátt fyrir alt, sem ólíkt var,
þrátt fyrir alt sem aðgreindi katólska eg prótestantiska guð-
rækni. Mér virtist alt bera vott um einlægni og innileika hjá
hinu biðjandi katólska fólki. Alvaran skein út úr andlitum
þeirra. I kirkjum þeirra fanst mér vera bænarandrúmsloft, er
laðaði til guðstilbeiðslu.
Þarna er um aðalkjarna trúarlífsins að ræða, þar sem
bænin og tilbeiðslan er.
Um það kemur öllum kristnum mönnum saman, hvaða
kirkjudeild sem þeir heyra til eða flokki eða stefnu innan
kirkjudeildanna.
Lúther hefir sagt, að trúin væri sífeld bænariðja. Og ka-
tólskur maður hefir nefnt bænina blóð og blóðrás trúarlífsins.
Mönnum, sem í mörgu öðru hugsa mjög sinn á hvern veg,
kemur saman um, að það tvent sé hið sama, að vera guð-
rækinn og að biðja til Guðs. Að væri bænin gerð ræk úr
mannlífinu, væri slitið samfélaginu milli mannkynsins og Guðs,
°3 barnið væri gert mállaust gagnvart föður sínum.
Um þetta er enginn ágreiningur meðal kristinna manna.
Fjölda ummæla mætti koma með því til sönnunar.