Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 19
14
Ásm. Guðmundsson:
Prestafélagsritið,
þeir Þorvaldur staddir í boði að Haukagili í Vatnsdal hjá
Olafi bónda. Segir í þættinum, að það hafi verið brúðkaups-
veizla Þorvalds og Vigdísar, dóttur Olafs. En þar er blandað
málum, því að Vigdís var kona Þorkels kröflu Vatnsdælagoða.
Þorvaldur mun aldrei hafa kvænst. Haustboð þetta hefir óef-
að orðið eitthvað sögulegt, því að þess er ekki aðeins getið í
Kristnisögu og þættinum, helaur einnig í Vatnsdælu. í þætt-
inum eru jafnvel sérstaklega tilgreindir heimildarmenn mann
fram af manni. Áttu 2 berserkir, Haukar að nafni, að hafa
brunnið mjög í eldi, er biskup vígði, og látið svo líf sitt.
Minnir það mikið á frásögn Njálu um viðureign þeirra Þang-
brands prests og Otryggs berserks í Haga á Barðaströnd, og
er þetta sögusögn dregin af bæjarnafninu eða gilsnafninu
Haukagil. En þó hafa í boðinu gerst nokkrir þeir atburðir,
sem vakið hafa undrun og lotningu og hvatt menn til að taka
kristna trú. Var jarðvegurinn betur undirbúinn fyrir það, að
þeir Þorvaldur hafa verið kunnugir ýmsu fólki, sem þar var
saman komið. Eftir þetta lét Þorkell krafla primsignast, en
margir tóku skírn af þeim, er við voru, meðal annars Oíafur
bóndi. Hann reisti kirkju að sögn Gunnlaugs munks, en Þor-
valdur fékk honum við til hennar, og prest ef til vill einnig,
þó þess sé ekki getið. Hefir kristnin þá náð öruggari fótfestu
í Vatnsdal og reynist goði þeirra Vatnsdæla síðar einbeittur
stuðningsmaður hennar.
Þannig hafa þeir Þorvaldur getað litið yfir mikið starf og
gott, er þeir horfðu til baka yfir sumarið.
IX.
Næsta sumar, 983, hefir verið ætlað til kristniboðs um Vest-
firðingafjórðung, og svo ef til vill til þess, að fara að nýju
um nokkurn hluta Norðlendingafjórðungs. Fara þeir Þorvaldur
svo fljótt vestur, sem þeir fá því við komið; en nú verða frá-
sagnirnar um ferð þeirra enn þá minni og óljósari. Er það
raunar mjög eðlilegt, þar sem heimildarritin eru bygð á end-
urminningum norðlenzkra manna um þá Þorvald. Hefir frá-
sögnin um komu þeirra í Hvamm í Dölum geymst ein í