Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 77
72
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
traust hefði hann til verðleika Þorláks, að »fáir mundu vonar-
menn vera, ef hann er ei fullsæll, svo sem vér vitum hann
ólíkastan verið hafa öllum mönnum öðrum í sínu góðlífi*.
Hafði líka jafnvel Þorlákur sjálfur á banadægri huggað vini
sína með því að fullvissa þá um, að »Guð mundi sig ekki
helvítismann dæma«.
En þótt þeir báðir, Brandur og Þorlákur, væru í hjarta
hlyntir sjálfforræði kirkjunnar, og sennilega eins glæsimennið
öldurmannlega, Páll biskup Jónsson, — þótt hann ætti Jón Lofts-
son að föður, — þá vildu þeir, eins og komið var, sízt auka á
ófriðarhorfurnar með því að fylgja fram hinni nýju kirkju-
stjórnlegu stefnu, jafn berlega og komið hafði í ljós, að helztu
veraldlegu höfðingjunum var hún ógeðfeld. Því gat friðurinn
haldist að mestu í landinu unz 12. öldin hvarf í tímans gröf.
V.
En með biskupsdómi Guðmundar Arasonar norðanlands
skiftir um. Honum er frelsi kirkjunnar fyrir öllu. Hann kald-
hamrar manna frakkastur »Guðs lög« og »Guðs rétt« móti
landslögum og landsrétti. Fyrir því leiðir þegar á öðru ári
biskupsdóms hans til árekstrar með honum og höfðingjum.
Eins og Jón Loftsson áður kemur fram sem fulltrúi og for-
svarsmaður hinnar þjóðlegu íslenzku kristni, svo kemur nú
fram Kolbeinn Tumason. Vissulega gekk Guðmundi gott eitt
til. En vandlæting hans vegna heilagrar kirkju var sízt með skyn-
semd, enda varð hún til þess að lagahelgin hverfur og réttar-
kendin ruglast. Hann hefir sízt séð fyrir hverjar afleiðingarnar
mundu verða. Og þótt hann hefði séð þær fyrir, mundi hann
hafa látið sér segjast við það? Því er ekki gott að svara.
Sennilega hefir honum ekki verið það neitt óttalegt tilhugs-
unar, þótt hann ætti fyrir hendi að hreppa enda svipuð örlög
og Tómas erkibiskup (Becket) er þá hafði fyrir skemstu lagt
lífið í sölurnar fyrir rétt heilagrar kirkju. En hvað sem því
líður, þá verður Guðmundur Arason að réttu lagi upphafs-
maður að Sturlungaöldinni með öllum hennar ófagnaði og