Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 91
86
]ón Helgason:
Prestafélagsritiö.
Sjálft innihald trúarinnar uar í meðvitund alþýðunnar lítið
annað en það er myndaði innihald 2. greinarinnar í trúar-
játningunni. í persónu Krists var allur guðdómurinn fólginn.
Hann er sá er alt snýst um, — fulltrúi guðdóms-þrenningar-
innar út á við. Guð, alheimsskaparinn, og Kristur eru í raun
réttri eitt. Kristur er ekki aðeins sá sem endurleysir frá veldi
syndarinnar og Satans, heldur er hann líka skapari himins
og jarðar og almáttugi yfirdrotnari.
„Kristur skóp ríkur og reisti
rúms höll veröld alla“.
Við Krist sem friðþægjara verður lítt vart. Hjálpræðið er
nánast að skoða sem heillaríkan ávöxt af baráttu Krists við
djöfulinn um sálu mannsins, sem að réttu lagi er orðin eign
Satans vegna syndarinnar.
Meðvitundin um mátt og veldi Krists, flutti almenningi
huggun og fróun í angistinni, sem ávalt var yfir mönnum
vegna allskonar illra vætta, anda og djöfla, sem þeir hugðu
vera á sveimi alt í kring um sig, til þess að vinna sér tjón
bæði á sálu og líkatna og eignum. En þar sem Kristur var
sá dýrðlegi Guð, sem hann var í meðvitund manna, hlaut sú
skoðun smámsaman að festa rætur í sálum þeirra, að hann
væri að réttu lagi svo hátt hafinn yfir alt jarðneskt, að það
væri til of mikils ætlast af honum, að hann vildi sinna þörfum
vesalla manna eða hjálpa þeim í nauðum þeirra, sorgum og
syndum. Við slíka skoðun á Kristi staðfestist eins og djúp
milli hans og mannanna, og því varð þörfin svo brýn á meðal-
göngurum eða miðlum milli hins dýrðlega Krists og mannanna,
en slíka meðalgangara eignuðust menn, þar sem dýrlingarnir
voru. Menn trúðu því, að þeir vegna verðleika sinna, ættu
ávalt aðgang opinn að Kristi. Til þess því að tryggja sér
máttar-vernd hans, reið á að eiga sér að vini einhvern af
dýrlingunum. Um aldamótin 1100 þektist, eins og fyr segir,
dýrlinga-ákall naumast í þjóðlegri kristni íslendinga. Á 12. öld
tekur dýrlingatrúin að flytjast hingað og um það bil er 13.
öld gengur í garð, er hún orðin algéng um alt land og meira