Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 124
Prestafélagsritið.
Kristniboð í Kína.
119
sjúkrahús. Daglega varði hann miklum tíma til að boða fagn-
aðarerindið; en það varð hann að gera leynilega, helzt á
kvöldin og fyrir lokuðum dyrum.
Árið 1814 — eftir sjö ára erfiði — skírði Morrison fyrsta
Kínverjann. Um það farast honum svo orð: »Eg skírði hann á
afviknum stað í nafni hins þríeina Guðs; ó, að hann verði
frumgróði mikillar uppskeru, sá fyrsti af mörgum miljónum,
er trúa á nafn Jesú og verða hólpnir fyrir það«. — Á aldar-
afmæli Kína-trúboðsins 1907, sem minst var með mikilli við-
höfn í Shanghai, var brautryðjandans getið á viðeigandi hátt;
störfuðu þá nálega 3 þús. kristniboðar í Kína (konur og karlar),
skírðir meðlimir kínversku kirkjunnar voru um 300 þúsund.
Árangurinn var því margfalt meiri en bæði Morrison og kristni-
boðsvinir enskir höfðu búist við í fyrstu.
Um þær mundir er Morrison dó (1834), fór kristniboðunum
að fjölga, sem lögðu Ieið sína til Kína, þó virkis »hliðin« væru
enn þá rammlæst. Hér skal aðeins getið eins manns enn
frá þessu fyrsta tímabili kristniboðsins í Kína, er svo kröftug-
lega »barði að dyrum« að við sjálft lá að lokurnar brotnuðu.
Hann var þýzkur læknir og hét K. F. A. Giitzlaff. Hann
var framúrskarandi vel að sér í kínversku, og hafði sérstak-
lega gott lag á, að ná tökum á Kínverjum. Snemma vöktu
lækningar hans afar mikla eftirtekt; þúsundir leituðu lækninga
hjá honum, og notaði hann þá öll tækifæri til að vitna um
Krist og úthluta biblíum og smáritum.
Þó útlendingum væri bannað harðlega að stíga fæti sínum
inn yfir landamærin, ferðaðist Giitzlaff þó með ströndum fram
hvað eftir annað, og sigldi þá stundum langt upp eftir stór-
ánum; voru þá jafnan lögreglumenn og sjóræningjar á hælum
hans; oft var hann í höndum yfirvaldanna, og lá þá stundum
við að lýðurinn grýtti hann; en Guð sneri því öllu í ágæt
tækifæri til að boða fagnaðarerindið, lækna sjúka og úthluta
biblíum.
Ferðasögur Giitzlaffs vöktu afar mikla eftirtekt um allan
hinn kristna heim. Hann kvað heldur engan vanda að klífa
»múrinn« kínverska; »í augum Guðs er landið opið«; »vér