Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 58
Prestafélagsritið.
Skilað kveðju.
53
uppkomna efnismenn, annar átti að verða bóndi í Hallvarðs-
hlíð, og eina dóttur, öll úr berklum; og nú lá Sigríður, yngsta
dóttir hans, fyrir dauðanum í taugaveiki uppi á Litlahamri;
hafði farið þangað á ungmennafélagsfund. Konan hans var þar
yfir henni, en hann einn heima. jarpa hárið mikla var líka
orðið silfurgrátt. Ekki voru önnur ellimörkin. Eg veit, að þetta,
sem gerðist 1905, hafði líka orðið honum mjög þung raun.
Eyrir annan eins mann og hann, er það óhamingjan mesta
að gera rangt. Þjóðin hans hafði gert það — að hans áliti —
og það tók hann sárt. Hann mátti ekki vamm hennar vita
heldur en góður sonur móður sinnar. Við töluðum langa hríð,
mest um ísland. Hann kvað það hafa verið eina sína heitustu
löngun að koma hingað, þó að hann hefði aldrei getað látið
það eftir sér. »0g nú verður það varla úr þessu«, sagði hann.
Þegar eg kvaddi hann, bað hann kærlega að heilsa íslandi,
og hann tví-kallaði eftir mér af tröppunum: »Mínar innilegustu
hamingjuóskir til allrar þjóðarinnar«. Eg gleymi aldrei þeirri
hlýju ástúðj er skein út úr augunum, er hann sagði þetta.
Slíkri kveðju má altaf skila og alstaðar, og nú skila eg henni
þá til yðar, sem hér eruð saman komnir. Sízt mundi hann
hafa skilið yður undan. Vður, sem ýmist eruð að búa yður
undir að verða leiðtogar, starfsmenn og forvígismenn íslenzku
þjóðarinnar, eða eruð þegar orðnir það. Það er eigi vand-
ráðin gáta, hver hún hefði verið »innilegasta óskin« hans yður
til handa. Hún mundi vafalaust hafa verið sú, hvað sem öllu
öðru liði, að þér ættuð allir einhverja fagra hugsjón, gott og
göfugt áhugamál til að vinna fyrir og lifa fyrir, og bæruð hver
°S einn gæfu til að reynast henni trúir, trúir til dauða.
Og það ‘er líka mín ósk.