Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 55
50
Magnús Helgason:
Prestafclagsritið.
þau verið eftir því. Sýndi hann þar eins og annarsstaðar í
verkinu þá skoðun sína, að tign mannsins er ekki komin
undir stöðunni og líkamlega vinnan skipar engum á hinn
óæðra bekk.
Kristófer hefir líka verið strangur við aðra, sem von er,
þ. e. a. s. gert strangar siðferðiskröfur til manna. Hann hefir
viljað kenna mönnum að dæma sjálfa sig strangt og með fullri
einlægni. Hann hlýtur að hafa komið mjög við hjörtu og sam-
vizku lærisveina sinna margra, því að orðin hans rituðu hafa
óvenjulega mikið afl til að smjúga svo að segja gegnum merg
og bein. Og þér skylduð heyra, hvað sumir lærisveinar hans
segjast eiga honum að þakka í því efni. Hann átti í afar-
mörgum blaðadeilum um dagana við menn af öllum stéttum
og flokkum, og tala þeirra er víst »legio«, sem reiðst hafa
bersögli hans, því að hann sagði hispurslaust til syndanna háum
og lágum, fór aldrei í manngreinarálit, kunni aldrei að hræsna
né hræðast, hirti aldrei, hvort fáir eða margir voru í móti.
En svo hafa líka allir vitað, vinir og óvinir, að aldrei gekk
honum annað en gott til. Aldrei er hann að reyna að ná sér
niðri á mótstöðumönnum sínum. Það er einkennilegt mjög —
eins og orð hans eru oft meinfyndin og sárbeitt — hvað þar
er aldrei að sjá þessi særandi móðgunarorð um mótstöðu-
mennina, sem hér eru svo alkunn. Svo var einhverntíma sagt
um hann: »Því meira sem er um málið vert, og því heitari
áhuga sem hann hefir á því, því grandgæfilegar varast hann
að segja nokkuð ilt um 'mótstöðumanninn*. Kemur í þessu
fram bæði drengskapur hans og hinn einlægi áhugi á því,
að orð sín verði málstaðnum að liði, en eigi óliði. Aldrei
sýndi hann ósleitilegar, hversu lítt hann sást fyrir, en árið
1905. Hann taldi rangt af Norðmönnum að slíta sambandinu
við Svía, og þjóðarsynd, að segja konungi sínurn upp hollustu,
og hann sagði löndum sínum það hyklaust. Eitt þeirra fáu
atkvæða, sem greidd voru móti skilnaðinum, var atkvæði hans.
Stjórnin norska hindraði hann þá frá því að tala, hvort sem
hún hefir óttast áhrif orða hans vegna málefnisins eða hans
sjálfs. Það hefir áreiðanlega þurft djörfung, og ef til viil ekki