Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 122
Presiafélagsrilið.
Kristniboð í Kína.
117
Kristniboðsvinirnir ensku gáfust samt ekki upp. Lundúnafé-
lagið ákvað að hefjast þegar handa og senda kristniboða einn
eða tvo til Kína, svo unt væri að fá nánari vitneskju um
landið, og í von um að hægt yrði að þýða biblíuna á mál
fjölmennustu heiðnu þjóðar heimsins.
Róbert Morrison varð fyrir valinu. Handritið fyrnefnda hafði
leitt huga hans að Kína. í samráði við stjórn Lundúnafélags-
ins fór hann nú að nema kínversku af miklu kappi með að-
stoð Kínverja eins, Jong Sam-tak frá Kanton. Hjá honum
lærði hann þó aðeins undirstöðuatriði kínverskunnar.
Erfiðleikarnir komu brátt í Ijós. ]ong Sam-tak var ákaflega
uppstökkur og alt annað en samvinnuþýður. En það olli þó
Morrison mestrar áhyggju, ef allir Kínverjar væru eins frábitnir
trúaráhrifum og ]ong Sam-tak þessi var. Bærist talið að þeim
efnum, svaraði hann jafnan stuttur í spuna: »Landar mínir
ekki vanir ræða guðleg mál«.
Austur-indverska verzlunarfélagið neitaði um þær mundir
kristniboðum far með skipum sínum; að lokinni vígslu sigldi
Morrison því til Bandaríkjanna. Viðstaða hans þar vakti mjög
áhuga amerískra kristniboðsvina, sem nú tóku að koma skipu-
lagi á starf sitt. Við brottför hans frá New-York spurðí.
kaupmaður einn hann í háði: »Haldið þér virkilega, herra
Morrison, að þér getið haft nokkur áhrif á afguðadýrkendur
hins mikla kínverska ríkis?« »Nei«, svaraði Morrison, »en
eg trúi því fastlega, að Guð muni gera það«.
Róbert Morrison kom til Kanton 7. sept. 1807. Viðtökurnar
voru fremur dauflegar. Mætti honum svo mikill mótbyr úr
öllum áttum, þrengingar og vonbrigði að undran sætir að hann
skyldi ekki fara beina leið heim aftur.
Kínverjum var lítið um útlendinga gefið um þær mundir;
roeð lögum var bannað að kenna þeim kínversku og lá dauða-
begning við. Verzlunar-umboðsmönnunum ensku í Kanton var
engu betur við kristniboða en Kínverjum, og fyrirlitu þá eins
innilega og Kínverjar fyrirlitu þá sjálfa. Katólsku trúboðarnir
’ Makao (bær skamt frá Kanton, sem Portúgalsmenn höfðu
náð á vald sitt með vopnum) voru harðir í horn að laka.