Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 139
Prestafélagsritið.
UM MEÐFERÐ SÁLMALAGA.
Eftir Pál ísólfsson organleikara.
Eg vildi með þessum línum gefa organistum nokkur ráð
til að bæta kirkjusönginn. Víðast hvar mun kirkjusöng vera
mjög ábótavant, og sízt er hægt að segja, að hann sé alstaðar
þess eðlis, að hann sé mönnum mjög til uppbyggingar. En
það á kirkjusöngur að vera. Hann á, ekki síður en góð pré-
dikun, að hrífa menn með, og hjálpa til að gera mönnum þá
stund minnisstæða, sem þeir hlýða messu.
Kirkjusöngurinn er gerður of daufur og tilbreytingalaus.
Hann á ekki að svæfa fólk, eða vera tóm uppfylling í guðs-
þjónustuna, heldur vera einn aðalþáttur guðsþjónustunnar og
veita nýju lífi og krafti inn í mannssálirnar. —
Það er einkum tvent sem veldur því, að farið er of hægt
með sálmalögin og þau gerð litlaus:
1) að flestir organistar láta alla tóna sem endurtaka sig á
sama sæti í sömu rödd liggja kyrra, sem einn tónn væri.
2) að síðasti tónn hverrar hendingar er látinn draga seim-
inn — eins og til þess að tengja saman hendingarnar. Hvort-
tveggja er nauðsynlegt að lagfæra, þó að seinlegt kunni að
verða að ganga móti gamalli venju. Samt mun áhugasamur
organisti á stuttum tíma geta kipt þessu í lag. Hann þarf að
vísu að æfa lögin að nýju, en það margborgar sig. Lögin
verða sem ný, þegar þau eru þannig spiluð, að hver nóta í
hverri rödd fær að njóta sín. Þá er annað ekki óverulegt
atriði, sem þessu er samfara, en það er, að hljóðfall laganna
verður ákveðnara, og síður er hætt við að þau verði sungin
jafn dræmt og áður. Að tengja saman hendingar með því að