Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 108
Prestafélagsritið.
103
í kirkju á Spáni.
lama og umkomulitla aumingja. Sumir betlararnir höfðu hljóð-
færi af ýmislegri gerð og spiluðu og sungu fyrir fólkið í þeim
tilgangi að fá aura fyrir. — Sólin helti gulli sínu yfir borgina
og yfir íbúa hennar, og lét alla jafnt njóta gjafa sinna. En
þeim sem í fyrsta sinn sá þessa þjóðlífsmynd, gat naumast
blandast hugur um, að þarna væri spegilmynd af lífinu í þessu
frjósama og fagra landi, með velsæld og gnægtum allskyns
gæða annars vegar, en hins vegar örbyrgð öreigalýðs, er
ekkert hefst annað að, en að reyna að vekja líknarhug þeirra,
er betur eru settir, sem hefir gert betl og vergang að atvinnu
sinni og athvarfi, og þá líka kunna að notfæra sér tæki-
færin, þegar hugur manna er viðkvæmastur og fórnfúsastur á
helgistundum lífs þeirra.
Síðdegis fór eg aftur með einum skipsmanna til >Iglesia
de Begona*. Þá var engin guðsþjónusta þar, en fjöldi vígðra
kerta loguðu víðsvegar um kirkjuna og báru vott um hátíðis-
daginn. — Sami markaðsbragurinn var enn úti fyrir kirkjunni
og á leiðinni niður í miðbæinn, og alstaðar voru betlarar.
Mesta athygli okkar vakti maður, er vantaði báða handleggi;
lá hann aftur á bak og skrifaði með fætinum á miða, sem
hver sá fékk, er gaf honum aura. Hafði hann pennastöngina
milli tánna á hægri fæti og skrifaði mætavel á þann hátt.
Fengum við landarnir hvor sinn miða til minningar um þennan
vesalings handleggjalausa beiningamann.
Næstu daga til 18. ágúst, þegar vér sigldum frá Bilbao,
kom eg þráfaldlega í kirkjurnar þar, á öllum tímum dags, og
var undantekning, að komið væri að lokaðri kirkju. Stundum
var eg við messu í einhverri kirkjunni, en þó engin messa
væri, var þó sjaldgæft að nokkur kirkja væri alveg mannlaus,
á hvaða tíma dags sem var. Krupu hér og hvar í kirkjunni
karlar eða konur og gjörðu hljóðlega bæn sína. Stóðu því
næst upp og gengu hljóðlega út, en aðrir komu jafn hljóð-
lega inn, krupu og gjörðu bæn sína og fóru síðan út. Þannig
gekk það mestallan daginn.
Mér var sagt, að í Bilbao byggju talsvert á annað hundrað
þúsund manns. Alt af var eg að uppgötva þar fleiri og fleiri