Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 137
132
Halldór Jónsson:
Prestafélagsritiö.
í heimakirkju minni er mikið fleira fólk sem syngur en áður
og er það von mín, að framtíðin eigi enn betra í skauti sínu.
Eg hefi skift þessum æfingum nokkuð jöfnum höndum milli
sálmasöngs og kvæðasöngs. Eg vil gjarna gera að sjálfs fólks-
ins eign sem allra flesta fagra söngva.
Hugsjón mín og takmark er þetta: Almennur safnaðarsöng-
ur (flokksöngur er góður það sem hann nær, en hann á
einungis við guðsþjónustuna að skoða sem leiðandi söng,
safnaðarfólkinu í heild sinni til hægðarauka) í kirkjum landsins,
söngur, sem stöðug venja á hverju gleðimóti og loks meiri
söngur á heimilunum, til þess að gera þau vistlegri og ánægju-
legri, svo ekki þurfi flesta ánægju að sækja frá bæ, því »holt
er heima hvat«.
Ungur embættisbróðir sagði við mig fyrir nokkru: »Þetta
gætu nú ekki allir prestar gert eins og þér«. Hann átti við, að
þeir gætu það ekki, af því þeir kynnu ekki að leika á hljóðfæri.
Eg kann nú raunar ekki mikið, en samt játa eg, að þetta
er satt. — Sú hundraðstala af prestum, eg veit ekki hvort
hún er 2 eða 10, sem eiga söngvit og einhverja söngleikni,
geta það. Þeir sem söngmenn eru sjálfir, geta það. Þeir
sem hvorki eru söngmenn né sönglærðir geta hjálpað með
fortölum sínum, með ráði og dáð. Þeir geta, eins og allir
prestar ættu að gera, stutt organleikara sína eg fengið þá í
lið með sér, og auk þess er jafnan hin mesta nauðsyn að
tryggja sér lið og stuðning mætra karla og kvenna í söfnuð-
inum, yngri og eldri, þó ólærðir séu í söngment.
Ef takast mætti að gera hina íslenzku þjóð að syngjandi
þjóð, er eg viss um, að stigið yrði stærra stökk eigi aðeins
í kristnilífi lands vors, heldur einnig bæði í menningar og
efnalegu tilliti en margan rennir grun í. Söngurinn, almennur
safnaðarsöngur og réttnefndur alþýðusöngur, mundi setja ó-
venjumikið mannsmót og menningarbrag á hina íslenzku þjóð.
Fjöldamargur hugsandi maður skilur það mæta vel, að söng-
urinn i þeirri mynd er á marga vegu áhrifaríkt meðal til þess
að ná öðru hærra markmiði. Söngurinn mundi vekja til lífsins