Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 110
Prestafélagsritið.
I kirkju á Spáni.
105
og einkennileg. Er aðalkirkjan stór og vegleg, en í kjallara-
hvelfingunum undir henni er önnur kirkja, með ölturum og
bekkjum og öllum kirkjuútbúnaði, en múrhvelfingar svo þykkar,
að ekki var líklegt að neitt heyrðist á milli, þótt þjónusta
væri samtímis í báðum kirkjunum. Eg hitti svo á, að geta
verið við barnafræðslu í undirkirkjunni. Var mesti sægur barna
þar samankominn, og heyrðist mikill sónn í þeim hóp öllum,
þegar börnin sameiginlega höfðu sömu orðin upp í einu eftir
fræðaranum. Veitti eg börnunum eftirtekt, og virtist mér kapp
og áhugi skína út úr andlitum sumra þeirra, en önnur, eink-
um yngri börnin, fylgdust bersýnilega lítt með. Var fræðsla
þessi líkari æfingu í barnaskóla, en kirkjulegri fræðslu hjá oss.
Að leggja dóm á trúrækni þessarar katólsku þjóðar eftir
þessa 10 daga veru á Spáni, væri ekki gætið né skynsamlegt.
í merkri alfræðiorðabók þýskri1) er dómurinn á þá leið, að
karlmenn á Spáni séu fullir efagirni og vantrúar eða að minsta
kosti kærulausir um trúmál, og það eins meðal æðstu stétta;
en áhrif kirkjunnar nái til kvenþjóðarinnar og fái flestar þeirra
mentun sína í kirkjulegum uppeldisstofnunum og skólum. —
Hvort dómur þessi sé réttur, eða hafi verið það 1913, þegar
hann var ritaður, þori eg ekki að segja neitt ákveðið um,
eftir svona stutta viðkynningu. En vald kirkjunnar yfir hugum
manna varð eg var við, þar sem eg kom, þótt ekki gæti eg
dæmt um, hve alment eða djúptækt það væri. Og upplýsingar
þær, sem eg gat aflað mér, hnigu í þá átt, að áhrif kirkjunnar
næðu miklu meir til kvenna en karla, að konur væru trú-
ræknari og siðgæði þeirra alment á hærra stigi en karlmanna,
enda aðrar siðgæðiskröfur gjörðar til þeirra en karlmannanna.
Ekki hefi eg heldur neina löngun til að fara að telja það
UPP, sem mér geðjaðist miður að af því, sem eg sá og heyrði
í kirkjunum á Spáni, eða heyrði um trúarlíf manna og sið-
9æði. Mér finst lítið á slíkum samanburði að græða, nema
1) „Die Religion in Geschichte und Gegenwart". V. bindi, útg. 1913.