Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 106
Prestafélagsritiö.
101
í kirkju á Spáni.
klæða sakleysisins, sem sálin nú hefir verið færð í, og logandi
kerti, ímynd trúarinnar og góðverkanna.1) — Skírnin fór fram
á latínu og las prestur skírnarformálann stundum svo hátt að
heyra mátti, en stundum muldraði hann í hálfum hljóðum, svo
að orðaskil heyrðust ekki. Söngur var enginn við athöfnina,
né hljóðfærasláttur, en á táknlegu helgisiðunum bar mikið. —
Kannast allir þeir íslendingar, er lesið hafa »Kristni sögu«,
við þann helgisiðinn, að láta þann er skírður er bergja á salti.
Minnast þeir orða Hjalta Skeggjasonar, er Runólfur goði Úlfs-
son í Dal var skírður árið 1000: »gömlum kennu vér nú goð-
anum at geifla á saltinu*. —
Um kvöldið vorum við aftur í tveimur kirkjum, við messu
í annari, í hinni heyrðum við stólræðu, og var sungið af söng-
flokki með orgelinu, en ekki tók söfnuðurinn þátt í söngnum.
Talaði prédikarinn af fjöri og hita, og sagði Spánverjinn mér
á eftir, að ræðan hefði verið um heilagan ]ósef, verndardýr-
ling katólsku kirkjunnar.
Næsta dag var eg enn í landi og kom í kirkjur, en á
þriðjud. 15. ágúst var Maríumessa, himnaför Maríu, og hlakk-
aði eg til að sjá, hvernig slík hátíð væri haldin í al-katólsku
landi. Lofaði Spánverjinn, kunningi minn, að koma út á skip
á tilteknum tíma næsta morgun og fylgja mér til stærstu kirkju
bæjarins, þar sem aðal-hátíðarguðþjónustan færi fram.
Arla morguns þann 15. heyrði eg miklar klukknahringingar út
á skip. Héldust þær allan morguninn og var eins og þær fyltu
alt umhverfið með hátíðahljómum. Um kl. 9Va kom Spánverj-
inn að sækja okkur út á skip, og fórum við tveir landar með
honum. Lögðum vér til kirkjunnar »Iglesia de Begona«, en
þangað streymdi fólkið hvaðanæfa úr borginni, ýmist gang-
andi eða í sporvögnum eða öðrum farartækjum. Fórum vér
þrír fyrst gangandi, en stigum síðan upp í sporvagn, sem
var hlaðinn fólki eins og á honum gat rúmast, en rann
út af sporinu áður en komið var alla leið. Urðum vér því
að ganga síðasta áfangann til kirkjunnar. Þegar þangað
1) Sbr. „ Kaþólsk fræði". Reykjavík 1922. Bls. 106.