Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 156
Prestafélagsritið:
ERLENDAR ÐÆKUR
SENDAR TIL UMSAGNAR.
Norskar bækur.
„Norvegia sacra. Aarbok til kunnskap om den norske kirke i fortid
og samtid. Andre aargang 1922“. — Steenske forlag. Kristiania. — 357
bls. i stóru átta blaða broti. — Verð 10 kr. norskar.
í þessum öðrum árgangi af árbók norsku kirkjunnar er margvíslegur
fróðleikur um kirkju Noregs fyrrum og nú, með rúmum tuttugu myndum.
Eru þar merkilegar ritgerðir kirkjusögulegs efnis, og æfisögur merkra
kirkjumanna, þar á meðal tveggja nýdáinna biskupa og eftirmanna þeirra
á Osló og Hamar biskupsstóli. Enn fremur flyfur árbókin skýrslur bisk-
upanna um kirkjulega starfsemi í hverju biskupsdæmi síðastliðið ár.
Einkum eru tvær af ritgerðum árbókarinnar þetta ár, sem mér þykja
eftirtektaverðar fyrir oss íslendinga. Onnur er um biskupsstól í Stavanger:
lýsing á biskupsdæminu í gamla daga, flutningi biskupsstólsins til Krist-
ianssands 1682, og kröfum nútímans um endurreisn biskupsstólsins. Eru
tillögurnar þær, að Agda biskupsdæmi verði gert að tveimur, og biskups-
stóll aftur settur í Stavanger árið 1925, því að þá er talið að 800 ár
séu liðin frá því, að biskupsstól! var þar settur í fyrstu. — Eins og sjá
má af þessu, eru Norðmenn ekki þess sinnis, að fækka hjá sér biskupum
°S leggja biskupsdóminn niður sem óþarfan eða úreltan.
Hin ritgerðin er um mótun trúarlífsins vestanlands í Noregi. Segir
höfundur, að mikið sé þar af áhuga og fastheldni við kenningu kirkjunnar,
gamla siði og venjur. En ekki telur hann áhrifin á siðgæði manna að
sama skapi og lýsir sorglegri þröngsýni, er oft komi fram hjá þessu al-
vörugefna og trúrækna fólki, er mesta áherzlu leggi á áhrif á lilfinninga-
lífið. Séu trúarvakningar þar því almennar, en ekki að sama skapi lang-
gæðar og djúptækar. Megi oft líkja þeim við öldur hafsins, sem rísa hátt
í bili, en falla og hjaðna áður en varir.
„Gamle spor og nye vejer. Tydninger og tegninger. — En
hilsen tií professor dr. Lyder Brun ved hans 25-aars professor/ubilæum.
Fra elever og venner'1. — Kristiania. Gröndahl & söns forlag. 1922. —
223 bls. —