Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 158

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 158
Preslafélagsrilið. Erlendar bækur. 153 glöggu yfirliti sögö saga einstakra rita nýja testamentisins og reglurita- safnsins í heild sinni og gerð grein fyrir fjársjóðum þeim, er kristin kirkja og kristinn almenningur á í þessum helgu ritum. Hinn lærði höfundur er gætinn og glöggur í dómum sínum, jafnframt því sem hann notfærir sér nýjustu rannsóknir á þessu sviði guðfræðinnar. Framsetning er skýr og við alþýðu hæfi, og þótt fljótt sé yfir sögu farið fær lesandinn góða hug- mynd um aðalviðfangsefni og vandamál þessarar fræðigreinar og almenn- ustu ráðningar nútímans á þeim vandamálum. Ættu allir þeir, sem vilja kynnast þessum fræðum nokkuð nánar, að eignast þessa bók Lyder Bruns og jafnframt „Inngangsfræði" Magnúsar Jónssonar, háskólakennara, sem kom út 1921. Gætu þeir þá borið saman niðurstöður þær, sem haldið er fram í hvorri af bókunum og á eftir gert sér þess grein, hvort frjálslynd guðfræði nútímans sé eins neikvæð og stundum er haldið að mönnum. „Norsk teologisk tidskrift 1922“. Eg vil benda á tvær ritgerðir í þessum síðasta árgangi tímaritsins, sem eg álít að eigi sérstaklega erindi til íslenzkra presta. Er önnur um notkun gamla testamentisins í prestlegri starfsemi, og er hún eftir S. Michelet, prófessor í gamlatestamentisfræðum við háskólann í Kristjaníu. Telur höfundur það tjón fyrir kirkju nútím- ans, hve gamla testamentið sé lítið notað í prestlegri starfsemi þar í landi síðari árin, og sýnir fram á, hvert gildi það hafi fyrir nútímamanninn og hve gagnlegt geti verið að taka þaðan af og til prédikunartexta, séu þeir réttilega notaðir og sögulega skýrðir. — Hin ritgerðin er um sálgæzlu meðal sjómanna. Er hún eftir Niels Steen, fyrverandi sjómannaprest, og gefur margar góðar og hollar bendingar, og segir frá ýmsu úr reynslu höfundar, er alstaðar má að gagni koma. „Def gamle testamentes profeter: — III. Amos og Hosea. — IV. Jesaja og Mika. — Av professor Karl Vold“. — Lutherstiftelsens forlag. Kristiania 1922. — Rit þessi eru skrifuð frá sjónarmiði íhaldsamrar nútímaguðfræði. Lýsa þau skýrt og skipulega spámönnum gamla testamentisins, ritum þeirra og starfsemi. S. P. S. Olav Sletto: „Porten. Relief". — 195 bls. Olaf Norlis forlag. Kristiania 1922. Skáldið Olav Sletto lýsir hér sálarlífi Páls postula, frá því er drottinn birtist honum við Damaskus og til þess er hann fer út í heiminn, að flytja boðskapinn um ]esú. Eigi virðist það á valdi höfundar, að sýna oss inn í dýpstu hugar- heima postulans. En átakanlega vel tekst þó skáldinu sumslaðar að lýsa sálarstríði Páls, einkum iðran hans. Ber sú lýsing á köflum vott um mikla andlega reynslu skáldsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Prestafélagsritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.