Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 145
140
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritið-
Og hagur þorpsbúa blómgaðist um langt skeið.
Svo kom 30 ára stríðið. Svíar rændu ýmsu í Oberammergau.
Oxenstjerna gaf þó þorpinu verndarbréf nokkru síðar, svo að
þorpsbúar urðu ekki fyrir frekari skráveifum. Þó versnaði hagur
þeirra mjög eftir gripdeildir Svíanna og truflun þá, sem koma
þeirra leiddi af sér. En þó kastaði tólfunum, er hin grimma
norn »pestin« náði til þorpsins og ógnaði með hræðilegum
dauða þorpsbúum.
Þessi veiki hafði nálega gereytt sumum nágrannaþorpunum.
Og ætluðu Oberammergaubúar að verjast henni með strangri
einangrun. En maður nokkur úr þorpinu, er var í vinnu í einu
af nágrannaþorpunum komst heim til sín á laun, til þess að
vera við kirkjuvísgluhátíðina heima hjá sér. Daginn eftir var
hann liðið lík og á skömmum tíma dóu 84 manneskjur. Þetta
var árið 1633. (Sumir ætla, að veikin hafi byrjað 1632 um
haustið og staðið fram á árið 1633).
í gömlum annálum er og sagt frá því, að safnaðarstjórarnir
í þorpinu hafi komið saman ásamt söfnuðinum og heitið því
hátíðlega, að »sýna píslarsorgarleikina 10. hvert ár og að frá
þeim degi hafi enginn dáið, þótt nokkrir hafi haft einkenni
veikinnar*. — Og árið eftir 1634 var píslarsaga Jesú sýnd
þar í fyrsta skifti samkvæmt þessu loforði, en 1680 var sýn-
ingin bundin við áratug og mun svo jafnan hafa verið síðan,
þar til 1922. Leikirnir áttu að sýnast 1920, en vegna ýmissa
afleiðinga styrjaldarinnar, varð þeim ekki komið á, að því
sinni, fyr en 1922.
Ekkert er nú líklegra, en að píslarsjónleikirnir, í einhverri
mynd, hafi^ verið til og opinberlega sýndir í Oberammergau
fyrir árið 1634. Sumir hafa álitið, að uppruna þeirra bæri að
rekja til klaustursins í Ettal, en aðrir þykjast sannfærðir um,
að þeir eigi rót sína að rekja til Oberammergaubúa sjálfra,
en víxláhrif þau og menningarviðskifti, sem Oberammergau
átti við Augsborg og Niirnberg, hafi og átt nokkurn þátt í
því. Hin dramatiska æð, sem enn þá slær í brjóstum Oberam-
mergaubúa og kemur enn fram í grímudansleikjum þeirra og
föstugangsleikjum, hefir hlotið næringu við kynninguna við