Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 31
26
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið
„Enginn hug til hreysti brýndi
hvassara þegar loginn brann". M. J.
Eg minnist eigi annarar ræðu betur, en þeirrar, er eg heyrði
einn Iærisvein hans, Kristófer Bruun, flytja fyrir ungum mönn-
um í Noregi, fyrir 13 árum. Hann talaði um hina fornu
Rómverja. Rakti úr sögu þeirra fegurstu dæmi hugprúðrar
sjálfsfórnar og karlmensku. Oss virtist eigi auðið að benda á
fegurri einkenni göfugrar hreysti og dáðadugs! En þá tók
ræðumaður sér nýtt efni, svo sem hann segði: Nú skal eg
sýna yður aðrar myndir! Hann tók oss með sér niður í neð-
anjarðarfangelsið í Róm, og sýndi oss hvar hlekkirnir lágu
múraðir fastir niður í klöppina,' þeir er hneptir höfðu verið að
fótum Páls, áður en hann var leiddur á höggstokkinn. Hann
dró upp hetjumyndirnar af Pétri og honum. Rakti þróttein-
kennin og hugprúðan sjálfsfórnarviljann, sem ekki lætur bug-
ast við neitt, jafnvel ekki höggstokkinn og krossinn! — Síðan
spurði hann: Hvaðan var þeim kominn þessi kraftur, sem
hetjuvalið á meðal þjóðanna beygði kné sín fyrir?
Frá Jesú Kristi! — Frá- honum, sem leggur signandi hönd
sína á lítil barnshöfuðin, en gefur þó hetjunum kraft!
Þessi gráhærði lærisveinn Grundtvigs gerði mér skiljanlegt,
hvernig læriföðurnum tókst, með prestsdómi sínum, að um-
skapa heilar landsbygðir ættjarðar sinnar.
Inn í land vort hefir aðeins komið ein trúarvakning, á
dögum Hólabiskupsins fyrsta. Heilagur maður var Þorlákur
biskup, eigi síður en Jón. Þó gerist ekki vakning út frá hon-
um. Jón var búinn öllum einkennum karlmenskunnar, fremur
en Þorlákur, þótt hvorki óttaðist Þorlákur helgi mannfjölda
né vopnabúnað, er hann reið fyrstur fram í vopnakvína, er
Jón Loftsson hafði gera látið heim að sáluhliði, er biskup
vildi til kirkjunnar.
Hún er djörf og karlmannleg, ræðan, er Jón flutti fyrir
Magnúsi konungi út af málum samlanda síns. Og vart getur
iðjusamara starfslíf en það, er Jóns saga lýsir á Hólum, í
ííð hans. Hve margoft er því þó eigi slegið fram, að kristin-