Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 25
20
Ásm. Guðmundsson:
PrestafélagsritiÖ.
Guðs ást, mótgang og meingerðir sinna samlanda. Fyrir því
tók hann það ráð, að vitja eigi aftur út til Islands«.
XII.
Eftir þetta verður sagt frá æfi Þorvalds í örfáum orðum,
því að hún er mönnum ókunn að mestu, jafnvel í aðalatrið-
um. Hann var fyrst í kaupferðum um Iangt skeið og hefir þá
jafnframt getað svalað nokkuð löngun sinni, að vitja merkra
staða og heilagra. Sérstaklega hefir það verið einn staður,
sem honum hefir leikið hugur á að koma til, það eru Jórsalir.
Mundi þá bætt fyrir syndir liðinna ára, ef hann næði að
krjúpa við gröf Krists. Þó líður nokkuð á 2. tug ára, áður
en hann fær fullnægt þeirri þrá sinni. Þeir Stefnir Þorgilsson
finnast eftir fall Ólafs konungs við Svoldur árið 1000. Þeir
áttu í sumu svipaða reynslu að baki og gerðust vinir og fé-
lagar. Fóru þeir saman víða um heim og komust alla leið til
Jórsala. Þaðan héldu þeir til Miklagarðs.
Um þær mundir létu Miklagarðskeisarar trúboð á Rúss-
landi mjög til sín taka, og var það hafið þar fyrir fáum ára-
tugum. Wladimir mikli, konungur Rússa (980—1015), hafði
mægst við þá og tekið skírn. Skipaði hann síðan þegnum
sínum með harðri hendi að láta skírast, en þeir hlýddu í
blindni. í Kænugörðum, höfuðborg ríkisins, óðu menn t. d.
í stórhópum út í Dnjepur og voru ausnir vatni. Að því búnu
átti fræðslan að taka við. Svo virðist sem Miklagarðskeisari
hafi sett Þorvald yfir kristniboð á Rússlandi og hann farið
fyrst til Kænugarða. Hefir hann verið talinn vel til þess fall-
inn, sökum heitrar trúar hans, frábærra vitsmuna og annarar
atgervi.
Þorvaldur varð frægur um Austurlönd og talinn helgur
maður. Hann setti á stofn klaustur, að því er sagt er, hjá
höfuðkirkju einni, sem helguð var Jóhannesi skírara. Stóð
það á Valdaihæðum, skamt frá Palteskju (Palozk), og var
kent við Þorvald. Þar andaðist hann, og eru nú um 9 aldir
síðan. Heimild um þetta hið síðasta eru aðallega nokkrar