Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 70
Prestaféiagsritið. Kristni og þjóðlíf á íslandi. 65
heimsins með allri hans synd og freistingum, og til þess að
geta að lokum kvatt heiminn með sælli von eilífrar arftöku í
dýrð himnanna. En auk þessa urðu klaustrin jafnframt upp-
eldisstofnanir fyrir unga og fróðleiksþyrsta menn, er þangað
leituðu, til þess að læra klerklegar listir og nytsöm fræði, eins
þótt þeir ætluðu sér ekki að ganga undir venjulegt reglu-
hald. Klaustrin urðu eins og vin í eyðimörku veraldarinnar,
þar sem loftið var hreint og tært og þrungið af umhugsuninni
um Guð og það eitt, sem gott er. Fyrir' því leit öll alþýða
snemma til klaustranna með lotningu svo sem til heilagra
staða, þar sem allar kristilegar dygðir sérstaklega ættu sér
heimilisfang, þar sem menn iðkuðu miskunnsemi og mann-
kærleika við fátæka og þurfandi, og gestrisni við vegfarendur
hverju nafni sem nefndust.
En þótt nú kristindómur alþýðu væri eins og hann var,
mestmegins fólginn í því að. breyta eftir ytri fyrirmælum kirkj-
unnar og að rækja fyrirskipaðar guðræknisiðkanir og sáluhjálp-
leg yfirbótarverk, verður þó naumast með réttu sagt, að alþýðu
manna hafi brostið með öllu vitandi trúrækni og trúaráhuga á
þessum tímum.
Hvaðan fékk alþýðan það sem hún þarfnaðist sér og
trúrækni sinni til andlegs viðurlífis? Ber hér fyrst og fremst
að nefna hinn kirkjulega tíðaflutning og guðsdýrkunarathafnir
af ýmsu tagi. Þar fékk alþýðan aðallega uppeldi sitt í katólskri
guðrækni. En þar sem öll messuþjónusta fór fram á latínu,
sem almenningur vitanlega ekki skildi, þá snertu áhrif guðs-
þjónustunnar aðallega tilfinningalífið, og þau áhrif urðu ekki
minni, heldur öllu fremur meiri og ríkari, við þá huldu, sem
notkun latneskunnar, sem alþýða ekki skildi, brá yfir guðsþjón-
ustuna og dulrænar athafnir hennar. Að vísu gat úti hér ekki
verið að ræða um neinn þann íburð í guðsþjónustuhaldi, er
kæmist í hálfkvisti við það hið mikla guðsþjónustuskart og
skraut, er viðgekst í hinum miklu og skrautlegu kirkjuhúsum
erlendis. — En það sem augað sá og eyrað heyrði í hinum
fátæklegu guðshúsum íslands á þeim tímum, var þó bæði skraut-
legt og áhrifaríkt fyrir þá menn, er aldrei höfðu neitt séð eða
5