Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 175
Prestafélagsritið.
170 Preslafélagið.
aÖ meö þessu eina máli hefir PrestafélagiÖ unnið fullkomlega fyrir fæðt
sínu hjá mörgum prestum.
Eins og að undanförnu hefir svo félagið haldið úti Prestafélagsritinu í
sama formi og áður og undir sömu ritstjórn. Utsendingu þess hefir einnig
nú annast séra Shúli SUúlason, og verið, eins og áður segir, félagsstjórn-
inni innan handar um það og annað. Meðal annars mætti hann á fundum
í Sambandi starfsmanna ríkisins sem fulltrúi með mönnum úr félags-
stjórninni. Félagsstjórnin sótti um styrk til ritsins úr Sáttmálasjóði Há-
skólans, og fékk dálitla úrlausn, kr. 400, sem mun koma sér vel og ekki
af veita.
„Oft er þörf en nú er nauðsyn" má segja um samtök, ekki aðeins
presta, heldur og allra starfsmanna ríkisins. Nú nálgast senn árið 1925,
en þá er svo ráð fyrir gert, að endurskoða beri ákvæði launalaganna
um dýrtíðaruppbótina. Er bezt að búast svo um, sem þá muni ekki van-
þörf á, að menn standi saman og hafi einhverja á verði.
KIRKJUSAMEININGARSTARFSEMIN.
„Hopeful Conferences in England and Australia“. (World Conference
on Faith and Order).
Bæklingur þessi segir frá kirkjufundum síðustu ára og undirtekt-
um þeim, sem sameiningartilraun biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum
hefir fengið, bæði á Lambethfundinum og víðar. Virðist áhugi al-
staðar fyrir málinu. Næsti aðalfundur allra kirkna í sambandinu, sem
orðnar eru yfir 40, er ákvarðaður í Washington, fyrsta mánudag í maí
1925. Verða þar rædd til fullnustu ýms mál, er nú skifta flokkum og
reynt að finna sameiginlegan grundvöll. — Þeir sem óska að fylgjast
með í sameiningarmálinu og fá smárit þau, sem framkvæmdarnefndin gefur
út, geta snúið sér til Robert H. Gardiner, 174 Water Street, Gardiner,
Maine, U. S. A., sem sendir þau ókeypis.
F. J. R.