Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 143
138
Eiríkur Albertsson:
Prestafél agsritiö.
gau. Unaðsleg náttúrufegurð mætti auganu á þeirri leið. Og
þægilegu og hraðstígu flutningatækin, járnbrautirnar, urðu
alt í einu leiðinlega fljótar í ferðum. Við óskuðum okkur að
hafa íslenzka hesta og mega vera sjálfráðir um ferðalagið.
En eimlestin brunaði áfram miskunnarlaust. Og öll yndislega
fegurðin fæddist auganu og dó um leið. — Og þó lifir hún í
endurminningunni sem angandi æfintýri.
Og alt of fljótt náðum við til fyrirheitna landsins, Ober-
ammergau. — Það er fallegt lítið þorp (íbúar 2000), er liggur
í fögru dalverpi í Bæjaralands-ölpunum. Við fyrstu sjón er það
ekkert frábrugðið öðrum þorpum þar umhverfis í fjalladölunum.
En hvernig stendur á því, að það er orðið nokkurskonar
heilagur staður, er nútímamenn fara í stórhópum til nokkurs-
konar pílagrímsferðir? — Aðsókin svo mikil að panta verður
helzt aðgöngumiða að píslarsjónleikjunum þeirra löngu áður
til að vera viss um að fá að sjá þá. — Eða var þetta alt
saman aðeins loddarabragur? Nei. Eg sá leikina tvisvar sinn-
um og dómur minn er í stuttu máli þessi: Píslarsjónleikirnir í
Oberammergau er hin stórkostlegasta og áhrifamesta guðþjón-
usta er eg get hugsað mér. En þá vaknar sú spurning:
Hverjar eru ástæðurnar? Hvað er það sem gert hefir bænd-
urna í Oberammergau færa um að skapa þá list og lifa sig
svo innilega og trúverðuglega inn í anda ritningarinnar, er
píslarsjónleikirnir þeirra bera með sér?
Bændurnir í Oberammergau, sagði eg. Utan Þýzkalands
halda margir, að íbúarnir þar séu réttir og sléttir bændur, er
útlendingarnir mörgu, er þangað koma með troðnar pyngjur,
hafi hjálpað til að lifa fullkomnara menningarlífi en íbúar
þorpanna í grendinni.
Þeir sem til þekkja munu þó fremur vera þeirrar skoðunar,
að síðustu aldirnar hafi ekki fært íbúunum þar neitt, sem þeir
hafi ekki löngu áður átt. Miklu fremur hafi útlendingarnir
þegið þar en gefið, andlega skoðað. Að minsta kosti hafi þeir
ekki skilið nein spor eftir sig.
Kæmir þú, lesari góður, til fornrar dómkirkju, mundir þú
þá sjá, hversu margir hefðu komið þangað á umliðnum öld-