Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 33
28
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritiö.
mannanna. Þeir hafa eigi gætt þess, hve auðlegð ]esú er
ómælanleg. Þeir hafa eigi vænzt þess, að þar sem kvenleg
göfgi og fegurð kemur svo fagurlega fram hjá Jesú, þá mætti
einnig sjá þar kraft og tign hinnar göfugustu karlmensku.
Þessvegna hefir hún skapast, þessi »gungumYnd«, er þeir
líta smám augum.
Vér skulum þá taka nýja testamentið og grafast fyrir hvort
sú mynd sé sönn. Vér skulum ekki byrja á því, að spyrja vini
]esú og áhangendur, heldur einmitt óvini hans. Vér tökum t. d.
söguna í 22. kap. Matteusarguðspjalls, þegar vitmennirnir í mót-
stöðuflokknum bera ráð sín saman um það, hvernig þeir fengju
flækt hann í orðum og spyrja hann um skattinn. Ef vér lítum á
tímana, sem þá voru, dylst oss ekki, að svo er spurningin hag-
lega gerð, að í rauninni lá við líflát, hvort sem sagt var já eða
nei við þeirri spurning. Eg þarf ekki að minna á, að oss virðistr
að þó vér hefðum mátt vera að hugsa um svarið alt frá heims-
sköpun, þá hefðum vér ekki getað svarað eins og á stóð. Eg
minni á hvaða dóm óvinir hans gefa honum: »Meistari vér vit-
um að þú ert sannorður og kennir Guðs veg í sannleika og
hirðir eigi um neitm, því að ekki fer þú að mannvirðingum1'.
Vér vitum vel að mótstöðumenn hans segja hér ekki nema
að nokkru leyti sína eigin skoðun. Vér sjáum ekki þeirra
eigin sannfæringu. En vér sjáum annað. Vér sjáum hvaða
vitnisburð óvinveittir, en gáfaðir, andstæðingar þykjast sann-
færðir um, að Kristur mundi sér hafa kosið helzt. Óvinir hans
eru þess sýnilega alsannfærðir, að þennan eiginleika muni hann
meta mest, að geta sagt sannleikann hver sem í hlut á, og
skeyta hvorki fylgi, né mannvirðingum. Er þetta gungumynd?
— Nei, vér sjáum af frásögninni, að einn augljósasti eigin-
leiki Krists út í frá, sá eiginleiki, sem óvinir hans verða hvað
fyrstir til að viðurkenna, það er sannleikskær hugprýðin og
karlmenskan!
Hvort Kristur hafi verið búinn líkamiegri hreysti, eða karl-
mannlegri ásýnd, hafa guðspjöllin eigi ástæðu til að fræða oss
um. Sönn karlmenskueinkenni eru ekki fólgin í háum vexti,
eða stæltum vöðvum. Þó virðist svo sem eitthvað yfirburða-