Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 135
130 Halldór Jónsson: Prestafélagsritiö.
flestum, ef ekki öllum, helgasta málið í heimi, sem er kristin
trú og kenning?
Sjálfum mér hefir þetta atriði, söngleysið, sem eg kalla, í
kirkjunum verið næsta mikið áhyggjumál. Það má þó enginn
halda, að eg sé haldinn af neinum óðum sönganda, svo söng-
urinn sé hér orðinn að ástríðu (mani). Nei, hér þykist eg blátt
áfram hafa á réttu að standa, að hér sé verulegt og tilfinnan-
legt mein, sem bóta þurfi við.
Með fáum orðum skal eg reyna að finna orðum mínum stað:
Eins og kunnugt er, sendu núverandi útgefendur söngmála-
blaðsins Heimir út prentuð skjöl með fyrirspurnum til allra
(að eg held) kirkjuorganleikara á íslandi á síðasta sumri.
Meðal þeirra spurninga var ein, er svo hljóðar: »Er það siður
í yðar sókn (sóknum), að fólk hafi sálmabók með sér í kirkju
og taki þátt í söngnum?*. — Nú hefir Sigfús Einarsson,
organleikari við dómkirkjuna í Reykjavík (hann er einn af út-
gefendum Heimis), góðfúslega gáð að því fyrir mig, hverju
organleikararnir svari þeirri spurningu. Hann segir mér, að
þessari spurningu svari 15 (einir fimtán) játandi af 100, sem
hann hafi athugað skýrslur frá. Hinir allir segir hann að svari
því, að þátttaka safnaðarfólksins sé lítil eða engin. Hann segir,
að víðast sé aðeins sungið við orgelið, og vitanlega sumstaðar
af sár-fáum, jafnvel einum eða tveim. — Að minni ætlun eru
þessar tölur kallandi raddir til vor allra presta landsins. Og
tjáir ekki móti því að mæla, að hér sé mein, sem bóta þurfi við.
Mikilsvirtur mentamaður einn hefir látið í ljós við mig, að
ekki sé dæmi safnaðarfólksins í Reykjavík vottur um, að fólkið
þegi. Nú hefi eg oft verið í Reykjavíkur dómkirkju (hvernig
hagar til í Fríkirkjunni þekki eg ekki) og séð að vísu, að
fjölda margir hafa sungið, en einnig hitt, að mikill fjöldi hefir
þagað. Nú á eg bágt með að trúa því, að ekki sé í þagnar-
hópnum talsverður fjöldi sönghæfra kvenna og karla og byggi
það nokkuð á eigin athugunum og rannsókn á þessu sviði,
sem hér er ekki tóm til að lýsa. Nú spurði eg Sigfús Einars-
son, hvort hann héldi, að meir en helmingur safnaðarfólksins
í Reykjavíkur dómkirkju syngi við guðsþjónusturnar. Hann