Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 129
124
Ólafur Ólafsson:
Prestafélagsriíiö.
Síðustu æfiár sín starfaði Burns í félagi við enskan lækni,
James Hudson Taylor, sem kom til Kína árið 1853, og varð
síðar stofnandi »Mið-Kína trúboðsins« (»China Inland mis-
sion«), sem nú er orðið í tölu stærstu og merkustu kristni-
boðsfélaga heimsins.
Eftir fárra ára dvöl í Kína varð Taylor að hverfa heim
aftur vegna heilsuleysis. En hann gleymdi ekki eymd miljón-
anna í Kína, einkanlega í stórfylkjunum i Mið-Kína; þar voru
svo fáir kristniboðar að allur fjöldinn hafði aldrei heyrt ]esú
nafn nefnt. Taylor lagði nú stórfenglegar áætlanir um víðlæk-
ara kristniboðsstarf í Kína, en ekkert félag þeirra tíma þorði
að leggja út í að framkvæma þær. Eftir mikla baráttu ákvað
svo Taylor sjálfur að gera tilraun í drottins nafni, í öruggri
trú um að honum er ekkert ómögulegt, heldur ekki það, sem
í vorum augum er óframkvæmanlegt. Guð einan vildi hann
biðja um menn og fé, og alt sem til þessa þurfti.
Ari síðar (1866) fór Taylor aftur til Kína með 15 nýjum
starfsmönnum. Nú hefir félag þetta 5 sinnum stærra starfsvið
og 3var sinnum fleiri starfsmenn í Kína en nokkurt annað
evangel. trúboðsfélag. Arið 1915 voru kristniboðar þess 976,
innlendir starfsmenn 1994, aðrir skírðir menn 37802.
Æfisaga ]. H. Taylors verður ekki rakin hér. Nafn hans
er alþekt um allan hinn kristna heim, og margir telja hann
ágætasta mann kristninnar á 19. öldinni. — Hann dó í Kína
árið 1905. \Je 1 átti það við sem hann síðast sagði: »Eg vildi
óska að þið öll skilduð hve Guð hefir verið mér góður!«. —
Taylor var kvæntur indælli konu; er hans sjaldan minst án
þess hennar sé getið um leið.
Almennur kristniboðsfundur var haldinn í Kína árið 1890.
40 félög ráku þá kristniboð í Kína; trúboðar voru 1296 og
söfnuðir 522. Skírðir Kínverjar voru þá þrefalt fleiri en 14
árum áður (1876). Sjúkrahúsin voru þá orðin 60 og lækn-
ingastofur 44; í þeim fengu 348000 sjúklingar hjúkrun árið
áður.
Árið 1878 kom fyrsti sænski kristniboðinn til Kína og 13
árum síðar fyrsti fulltrúi dönsku kirkjunnar. En 1920 störfuðu