Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 99
94
]ón Helgason:
Prestafélagsritiö.
sem hann skildi nokkurt orð í því, sem hann var að fara
með eða ekki. Mentunarkröfur var auðvitað engar hægt að
gera er svona stóð á. Skólar voru engir á stólunum síðan er
Pétur biskup Nikulásson fór utan, og klaustrin voru flest
tæmd að fólki (t. d. bæði Þingeyra- og Þykkvabæjarklaustur).
Einu leiðbeiningarnar, sem þessir nýju prestar hafa getað
fengið, hafa þeir sennilega orðið að sækja til eldri presta.
Furðu fljótt, hefir þó tekist að fá fylt hið mikla skarð. En
áhrifarík prestastétt gat sízt fengist með þessum hætti. Á þvf
hlaut að verða bið og hún varð löng. Að réttu lagi bíður ís-
lenzka kirkjan ekki fullar bætur þessarar blóðtöku fyr en eftir
fleiri mannsaldra, enda hefir kirkjulífið hér ekki verið í annað
sinn daufara en á 15. öld. Meðal presta er nærri því leit á
mönnum, sem skari fram úr í nokkuru. Vér kunnum að nefna
eina fjóra á öllu landinu, sem nokkuð frekara hefir borið á,
sem sé þá þrjá norðanlands: )ón Pálsson Maríuskáld, Þorkel
Guðbjartsson og Barna-Sveinbjörn í Múla, sem sízt voru nein
dygðaljós, og einn sunnanlands, Steinmóð ábóta í Viðey, og
um hann viíum vér ekkert annað en að hann var maður í
áliti og stundum í biskups stað (officialis), t. d. eftir brottför
Goðsvinns biskups. Það er því ekki nein furða, þótt hingað yrði
að senda útlendinga á biskupsstólana. Sunnanlands hafa bisk-
upsefni hlotið að vera mjög vandfundin. Að Árni biskup Olafs-
son er tekinn til biskups, þótt íslenzkur væri, kynni ef til vilt
að standa í sambandi við, að þess hafi þótt alveg sérstaklega
þörf, vegna ástæðnanna hér eftir svarta dauða. En ekkert
bendir til þess, að hann hafi reynst landsmönnum betur en
hinir útlendu biskupar upp og ofan.
Þegar alls þessa er gætt, er sízt furða þótt hnignun alls
andlegs lífs og andlegrar atgerfi yrði eitt af höfuð-einkennum
15. aldarinnar. Enda var hún mikil, líklega meiri en annars
eru dæmi til í sögu lands vors. »Langa réttarbót« endur-
speglar vafalaust ástandið innanlands eins og það var á
þessu tímabili. Þegar kemur fram á síðari hluta aldarinnar
fer eins og heldur að rætast úr fyrir þjóð og kirkju. Eftir að
Kristján I. kemur til ríkis má t. d. heita, að taki fyrir þá óhæfu.