Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 22
Prestafélagsritið.
Þorvaldur víðförli.
17
þeir skyldu koma til alþingis og styðja kristniboðið með orð-
um og atfylgi. Þar yrðu ráðin örlög þjóðarinnar, hvort hún
ætti að verða kristin eða heiðin á komandi tímum.
Vér vitum mjög fátt um það, er gerðist þá á alþingi, því
að frásögn heimildanna nær svo skamt. Þó festist ein mynd
í huganum, og væri það mikið hlutverk og göfugt fyrir ís-
lenzkan listamann að gefa þjóð sinni hana. Þorvaldur stendur
að Lögbergi og boðar fagnaðarerindið um Krist, »framber
með mikilli snild mörg og sönn stórmerki almáttugs Guðs«.
Ljómi er yfir svip hans og máli. Hann er glæsilegastur þar
og ágætust hetja, er hann gefur Kristi alt. — Friðrekur biskup
stendur við hlið honum og talar Þorvaldur í nafni beggja.
Því að áður hafa þeir eflaust talað ítarlega saman um alt
efni ræðu hans og vandað til hennar sem bezt, en biskup
ekki álitið sig nógu málsnjallan á íslenzka tungu, til þess að
halda sjálfur ræðu að Lögbergi.
Fleiri hafa sennilega talað úr kristna flokkinum, t. d. ein-
hverjir af kristnu höfðingjunum á Norðurlandi. En af heiðnum
mönnam tekur fyrstur til máls Héðinn frá Svalbarði. Hann
svaraði mörgum orðum og illum. Var hann þegar orðinn nógu
kunnugur kristninni til þess að geta rakið kenningar hennar
og lagt þeer í hvívetna út á verra veg. Hefir hann einnig tal-
að af hita og sannfæringu um yfirburði heiðninnar. Kom
hann svo orðum sínum, segir í þættinum, i>að enginn maður
lagði trúnað á það, er Þorvaldur hafði sagt«. Aðrir ræðumenn
heiðnir hafa tekið mjög í sama streng; og nú fyrst skellur
hatrið af magni á þeim Þorvaldi hvaðanæfa. Stendur í Flat-
eyjarbók, að heiðingjar æptu í móti og sýndu þeim mikinn
fjandskap. Unnu þeir Þorvaldur ekkert á fyrir því og hafa nú
séð hvað verða vildi.
Upp frá þessu fer ofsóknin sívaxandi. Beittasta vopni hat-
ursins, níðinu, er jafnvel beint að þeim Þorvaldi. Skáldum var
gefið fé til þess að yrkja um þá, og var þá kveðið meðaL
annars:
Hefir börn borit
biskup níu
2