Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 128
Prestafélagsritið.
Kristniboð í Kína.
123
urinn þarfur og góður, sem sé sá að afnema hjáguðadýrkun
°2 útrýma ópíum-eitrinu; en forsprakkinn þoldi ekki velgengni
Vstu áranna og kvaðst vera »sannur drottinn alls undir
himninum* og krafðist fullkominnar hlýðni. Aðal-tilgangurinn
varð að lokum sá, að steypa ríkisstjórninni og taka völdin
sjálfur. Byltingarherinn óx með degi hverjum og stjórnin gat
ekki við neitt ráðið. Svo liðu 15 ár, ógurleg ófriðarár; féllu
20 miljónir manna í þeim ófriði. Árið 1865 tókst Gordon,
^ristna hershöfðingjanum heimsfræga, að bæla alveg niður
þessa uppreisn.
Á bytingarsvæðinu, sem var mjög stórt, var auðvitað erfitt
að starfa að kristniboði og jafnvel stór-hættulegt. Kristniboðar
urðu margir hverjir að flýja; en eina leiðin var oftast inn í
landið, þangað, sem hjátrúin var mögnuðust og fjandskapurinn
Segn útlendingum argastur. En ríki Guðs efldist, þótt erfið-
leikarnir ykjust; náði nú kristindómsboðskapurinn lengst inn í
Mið-Kína.
Árið 1847 féll fyrsti píslarvottur evangeliska trúboðsins í
Kína, W. M. Lowrie frá Ameríku, og sá næsti þremur árum
seinna, sænskur maður. Árið 1870 drápu Kínverjar 20 Vestur-
landamenn í Tientsin, hafnarbæ frá Peking. Útum alt land
^ættu kristniboðar tortrygni og víða ofsóknum.
Eftir 1878 urðu þó kristniboðar nokkru vinsælli; um þær
mundir var ógurlegt hallæri í Norður-Kína, sem varð 10—12
milj. manna að bana; en þá kom í Ijós framúrskarandi fórn-
fýsi og ósérhlífni kristniboðanna; skjót og góð hjálp þeirra
að miklu haldi.
Fáum Norðurálfumönnum mun hafa tekist betur að vinna
hugi og hjörtu Kínverja en kristniboðanum William C. Burns.
Hann var skozkur prestssonur, varð snemma ferðaprédikari;
k°m hann á stað miklum vakningum í Skotlandi og írlandi
°2 síðar í Kanada.
Burns kom til Kína árið 1847. Hann var mikill kínversku-
n>aður og samdi sig alveg að siðum Kínverja, þegar trúarbrögð
eru fráskilin. Hann var líklega áhrifamesti ferðaprédikarinn,
sem til Kína hefir komið. —