Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 165
160 Erlendar bækur. Pre»taféiagsri«8.
að geðjist einnig vei að þessum erindum, er höfundur. nefnir „Dröm
og Bön“:
„Jeg drömte, imens jeg var liden,
at blive en Gang noget stort;
men Drömmene visned med Tiden:
det store fik aldrig jeg gjort.
Nu Hösten mig paa monne drive,
og Issen alt kendes lidt graa, —
— nu beder jeg helst om at blive
som en af Gud Faders de smaa“.
„Dansk-islandsk Kirkesag. Meddelelser fra Forretning'sudvalget“.
— Köbenhavn 1922. —
Af blaði þessu komu út 4 tölublöð árið 1922, samtals 138 bls. Flytur
það, eins og að undanförnu, margvíslegan fróðleik um menn og málefni
kirkju vorrar. En af því, sem er í þessum árgangi, munu greinar þær,
er Thordur sóknarprestur Tomasson ritar um ferð sína hingað til lands
á síðastliðnu sumri, „Indtryk fra en Islandsrejse", vekja mesta athygli.
Eru ferðalýsingar þessar fjörugar og skemtilegar og koma víða við, rit-
aðar af hinni alþektu velvild, er höfundur ber til lands vors og þjóðar.
Allmargar myndir eru til prýðis og skýringar ferðaminningunum.
Maraldur Níelsson: „Kirken og den psykiske Forskning. Tre
Foredrag“. — Köbenhavn. Levin & Munksgaard. 1922. — 109 bls.
í bók þessari eru þrjú erindi, sem prófessor Haraldur Níelsson flutti
í Danmörku sumarið 1921, og eftirmáli við þau. Er fyrsta erindið um
reynslu sjálfs hans á dulræna sviðinu; segir höf. þar frá rannsóknum
sínum og reynsluþekkingu þeirri, er hann hafði aflað sér í sem næst 17
ár. — Annað erindið er um kirkjuna og sálarrannsóknirnar; er þar kom-
ist inn á ýmislegt af því, sem íslenzkir lesendur þekkja frá bók höf-
undar: „Kirkjan og ódauðleikasannanirnar", er út kom árið 1916. Eftir-
málinn er mest til áréttingar þessu erindi, út af andmælum dómprófasts
Martensen-Larsens. — Þriðja erindið er um dauðann; talar höf. þar um
þrjár rannsóknarleiðir, til þess að afla sér fræðslu um dauðann; er
fyrsta leiðin sú, að rannsaka hvert það ástand, er menn komast í og
skylt er dauðaástandinu; aðra leiðina telur hann, að hagnýta sér dul-
skygnina; en þá þriðju, að notfæra sér með ósjálfráðri skrift og fyrir tal
áreiðanlegustu miðlanna í sambands-ástandi fræðslu þeirra um þessi efni,
er sjálfir hafa farið um dauðans hlið. Hefir höf. áður haldið fyrirlestur
þennan víða hér á landi, en prentaður er hann fyrst í þessari dönsku
útgáfu.
Sennilega mun marga fýsa að lesa erindi þessi, þótt ekki væri til