Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 173
168
Erlendar bækur.
Presfafélagsritið.
sínum. En til viðvörunar er hins vegar ofsi og þröngsýni L. og andastefnu
hans, sem fór ófrúlega langt, og sumir mundu nefna — æðiskenda. Má
þó margt af þessu læra, eins og áður segir, og er óhætt að mæla með
bókinni, bæði frá þjóðfræðilegu og trúarlegu sjónarmiði. Bók þessi er
274 bls. að stærð, og kostar kr. 4,50 sænskar. Of. V.
PRESTAFÉLAGIÐ.
FRÁ FORMANNINUM.
Félagsstjórnin hefir haldið 5 fundi á árinu.
Á síðasta aðalfundi kom það fram, að það sem mest væri um vert
fyrir félagið væri að koma lagi á fjárhag þess og fjárreiður. Hefir eðli-
lega verið nokkuð erfitt að halda úti svo stóru tímariti og vönduðu, en
þó bagar það mest, að talsvert vantaði á, að full skil væru frá félags-
manna hálfu. Vildi félagsstjórnin því um fram alt beita sér að þessu, og
tók tii við það strax, að koma þessu í betra horf. Gekk ritari félagsins,
séra Kristinn Daníelsson í það ásamt féhirði, séra Bjarna ]ónssyni, að
fara gegnum bækur félagsins og finna út úr þeim viðskifti hvers eins við
félagið. Einnig starfaði séra Skúli Skúlason, sem haft hefir á hendi út-
sendingu ritsins, að þessu. Var þetta allmikið verk og seinunnið, því að
í fyrstu var reikningsfærslan miðuð við þá bjartsýni, að ekki þyrfti annað
en taka á móti gjöldum félagsmanna og færa inn í sjóðbók. Þegar þetta
verk hafði verið unnið var svo samið og prentað bréf til allra félags-
manna og þeim sent, ásamt yfirliti yfir viðskifti þeirra við félagið, í
þeim tilgangi, að þeir, sem fyndu reikninginn réttan greiddu það sem á-
vantaði ef eitthvað væri, en hinir gerðu félagsstjórninni aðvart, ef eitt-
hvað væri missagf, svo hægt væri að leiðrétta það. Þetta hefir borið
töluverðan árangur. Fjöldi félagsmanna hefir komið viðskiftum sínum í
rétt horf, greitt það, sem þeir skulduðu eða leiðrétt það, sem skakt hefir
verið. Hefir þá jafnan komið í ljós, að upphæðirnar hafa verið rétt færðar
í sjóðbók féhirðis, en af misgáningi sést yfir. En að gefnu tilefni er þó
rétt að minna á það, að félagið hefir ekki efni á að borga reglulegum
afgreiðslumanni, heldur verður alt að vinnast sem áhugastarf í frístund-
um af mönnum, sem hafa ærið nóg að starfa þar fyrir utan, og verða
félagsmenn því að vera umburðarlyndir, þó að ekki sé hægt að afgreiða
hvað eina eins og í bankastofnun.
Þá samdi félagsstjórnin eftir samþyktum síðasta aðalfundar bréf til
presta og beiddist upplýsinga um kirkjugarða og hafði það í skýrsluformi,