Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 123
118
Ólafur Ólafsson:
Prestafélagsritíö.
Morrison lét þó ekki bugast; stálvilji hans, þrek og trú á Guð
hjálpuðu honum gegnum allar torfærur.
Hverju kom svo Morrison til leiðar í Kína? Takmark hans
var það fyrst og fremst að læra málið til fullnustu og síðan
þýða biblíuna. Því náði hann; Guð gaf honum náð til að snúa
biblíunni á mál, sem V4 hluti mannkynsins talar, og með kín-
versku orðabókinni gerði hann fyrstur manna kínverskuna að-
gengilega Vesturlandabúum. 1812 gaf hann út kínverska mál-
fræði og árið eftir lauk hann við þýðingu nýja testamentisins.
Arið 1819 hafði hann lokið biblíuþýðingunni, og var hún full-
prentuð 1823; hafði þó maður einn mjög lærður »sannað
vísindalega að það tækist aldrei*. 1821 lauk hann við að
semja kínverska orðabók; hún kom út í 6 bindum á kostnað
Austur-indverka verzlunarfélagsins; gengu til þess 300 þús.
krónur. Er því óhætt að segja að félag þetta hafi viðurkent
að lokum hið mikla og þarfa verk kristniboðans, enda þótt
því þætti í fyrstu »of mikil áhætta® að flytja hann til Kína
með skipum sínum.
Hið mikla þrekvirki Morrisons skilst enn betur, ef vér at-
hugum starfskjör hans; þau voru næsta erfið. Fyrstu árin tvö
varð hann að leyna sér i kjallaraholu í Kanton, láta hár sitt
og neglur vaxa, borða kínverska fæðu með tréprjónum og
klæða sig á kínverska vísu. Þannig starfaði hann nætur og daga
og mátti ekki láta á sér bera. Þegar bækur hans fóru að
koma út, kom tilkynning frá yfirvöldunum um að þetta væri
ólögmætt athæfi og mikil synd, sem lögreglunni væri skylt að
fyrirbyggja.
Fyrir aðstoð enskra yfirvalda hélst þó Morrison lengstum
við í Makao; en því miður fékk hann lítið notið aðstoðar
W/. Milne læknis, sem kom til Kína 1813, en varð nokkru síðar
að flýja til Malakka-skagans (á Austur-Indlandi). W. Milne
var skozkur kristniboði, mesti ágætismaður; kom hann á fót
ensk-kínverzkum skóla á Malakka í samráði við Morrison. I
félagi við Morrison gaf hann út fjölmargar kristilegar bækur,
smárit og biblíusögur. — í félagi við enskán lækni í Kanton,
starfaði Morrison að lækningum, bygðu þeir þar allmikið