Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 17
12
Ásm. Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
sem minna kvað að. Þar sem nú skín geisli og geisli í myrkr-
inu hefir áður fallið ljós.
I Þingeyjarþingi er aðeins nefndur einn maður, er tæki
kristni. Hann hét Onundur og átti heima í Reykjadal, göf-
ugur maður, sonarsonur Grenjaðar landnámsmanns, er fyrstur
bjó að Grenjaðarstöðum. Hann fær seinna viðurnefnið hinn
kristni, og má ráða af því, að hann hafi haldið vel trú sína.
I Eyjafirði hafa höfðingjar tekið kristninni mjög á tvo vegu.
Annars vegar eignast hún þar einhvern rammasta mótstöðu-
mann sinn, Héðin hinn milda frá Svalbarði, og hins vegar
ágætan stuðningsmann, Hlenna hinn gamla í Saurbæ, er verð-
ur foringi kristinna manna í Eyjafirði. Mesti höfðingi Eyfirð-
inga um þessar mundir, Eyjólfur Valgerðarson goði á Möðru-
völlum, faðir þeirra Guðmundar ríka og Einars þveræings,
snýst einnig á sveif með kristnum mönnum og lætur prim-
signast. Voru mægðir á milli hans og Hlenna, og er líklegt
að ýmsir fleiri af þeim frændum og mágum hafi verið hlyntir
kristninni, enda þótt einn þeirra, Héðinn frá Svalbarði, legðist
svo fast á móti. Má yfirleitt ganga að því vísu, að margir úr
ættinni hafi fylgt dæmi ættarhöfðingja og alþýða goðorðs-
mönnum og fyrirmönnum, er þeir tóku kristni. Þannig hefir
kristnin tekið að festa rætur í Eyjafirði.
Þó mun kristniboð þeirra Þorvalds hafa borið mestan ávöxt
í Skagafirði. Enda dvöldu þeir þar um hríð, undir Eilífsfelli í
Laxárdal hjá Atla hinum ramma, föðurbróður Þorvalds. Atli
var merkur höfðingi og átti fyrir konu dóttur Höfða-Þórðar,
eins af ágætustu landnámsmönnunum í Norðlendingafjórðungi.
Tóku allir skírn, sem voru á heimili þeirra. Þangað hafa ýmsir
komið að hlýða á tíðagerð biskups og orðrómurinn um hann
borist mjög út. Urðu margir menn skfrðir, er þeir komu á
furid þeirra Þorvalds, »því að heilags anda miskunn nálgaðist
af orðum þeirra«. Er einkennileg og falleg saga um ungan
svein, sem kom á Iaun og fékk skírn af biskupi. Hann var
göfugrar ættar, sonur Hafurs í Goðdölum og þá aðeins 5 ára
að aldri. Þegar biskupi var bent á það til varúðar, að frænd-
um sveinsins mundi mislíka, ef hann yrði skírður, þá svaraði