Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 155
150
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritið.
innilegir þátttakendur — í andanum. Sú mynd, sem sýnd er í
leikjunum af Maríu Kristsmóður, táknar enga sérstaka katólska
Maríudýrkun, en gerir hana þó kæra mótmælendatrúarmannin-
um. Setur honum hina djúpu móðursorg greinilega fyrir augu,
auðgar skilning hans á móðurhjartanu. Ekki er heldur hægt
að verða þess var, að tilgangur leikjanna sé nokkurstaðar að
dæma Gyðingdóminn, eða draga slæðu af veilu hans sérstaklega.
Um langan aldur hafa píslarsjónleikirnir í Oberammergau
borið friðarorð á milli fjandsamlegra og andvígra þjóða. Meira
en í heila öld hafa útlendingar sótt leikina í Oberammergau.
Meðan á Napoleons-styrjöldunum stóð sátu Bæjaralands- og
Tyrol-búar sem bræður við hliðina á Frökkum fyrir framan
píslarsj ónleikasviðið.
Og í sumar blandaðist þýzka, franska og enska bróðurlega
saman á götunum í Oberammergau. Og í leikhúsinu sátu þeir
saman sem bræður, er staðið höfðu andspænis hverjir öðrum
í ófriðnum.
>Allir séu hér velkomnir, er kærleikurinn til frelsarans
sameinar«.
Sú sameining gleymist ef til vill þegar aftur er komið út í
ólguflaum lífsins. En hver getur metið, metið sem ógild þau
augnablik, er mennirnir sameinast í djúpri og innilegri hrifn-
ingu og samstillingu frammi fyrir leyndardómum lífsins, sem er
æðst — lífsins í Guði, lífsins, er liggur um Golgata. —
Eg kom sem forvitinn ferðalangur til Oberammergau, en
fór þaðan með þakklátum huga, fyrir það, sem mér hafði
opinberast þar. Hin »heilaga undrun* hafði komið yfir mig.