Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 51
Prestafélagsritið.
46 Magnús Helgason:
þá af skarið og kvaðst ekki hafa hús til leigu; labbaði gestur
við það burtu.
Um haustið fréttu þeir síðan, að þessi sami náungi væri
búinn að stofna lýðháskóla á Seli, þar ofarlega í dalnum. Og
sögurnar, sem af honum fóru, þær voru heldur kynlegar. Þetta
var ríkismaður og af höfðingjafólki, háskólagenginn og spreng-
lærður. Þeir í Kristjaníu höfðu viljað fá hann til að kenna þar
við háskólann og boðið honum 2000 dali í laun. Nei, þakk,
hann hafði labbað fótgangandi norður í dali og var nú seztur
að á Seli og hafði safnað að sér nokkrum strákum þar úr
sveitunum og var farinn að kenna þeim. Hann gekk eins
klæddur eins og þeir, í stuttbrókum, með skotthúfu á höfði,
vann úti, þegar í milli var, hjó við og át vatnsgraut með þeim.
Þetta hlaut að vera einhver bölvuð hjáræna. Þetta var Kristó-
fer Bruun, og allar voru sögurnar sannar.
Eftir fyrsta veturinn fréttist, að þegar skólareikningurinn var
gerður upp og Kristófer hafði greitt kostnaðinn fyrir piltana,.
þá var einn dalur eftir handa honum sjálfum. Þá hafði móðir
hans sagt, að hann skyldi hyklaust halda áfram fyrir því, hún
skyldi borga. Hún var með. Hún var búin að missa dóttur
sína líka úr berklum. Kristófer var einn eftir. Og þessi há-
mentaða kona brann af sama áhuganum og hann. Hún mat-
reiddi fyrir hann og piltana, borðaði með þeim hversdags-
matinn, hló og gerði að gamni sínu við þá, og piltunum þótti
alt að því eins vænt um hana og Kristófer sjálfan. Og þá er
mikið sagt. Nú átti hann von á aðstoðarmanni frá Björgvin,
sem hafði lært til prests og var þar að auki skáld. Sagt var,
að honum hefði verið boðin staða heima hjá sér með 1000
dölum í kaup, en hverju haldið þið, að hann hafi svarað?
Hann hafði ekki sagt annað en þetta: »Eg vil heldur vera
með Kristófer og fá einn!«. Þetta var Kristófer Janson. Hann
hlaut að vera önnur hjárænan frá, sögðu sumir. En ungu
mennina tók nú samt að langa í skólann til þeirra nafna, og
þá kom brátt annað hljóð í strokkinn, hjá þeim að minsta
kosti, er í skólann komu. »Ef eg gæti talað eins og hann
Kristófer«, segist einn lærisveinn hans frá þessum árum hafa