Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 154
Presíaféiagsritíð. Píslarsjónleikamir í Oberammergau. 149
hrifið og gripið hina viðkvæmu æsku í orðum og ritningar-
stöðum.... Einmitt vegna þess, að þessari prédikun er beint til
samtíðarinnar aðeins 10. hvert ár, er hún svo áhrifamikil. . . .
Og hið gleðilega og áhrifaríka er þetta: Oberammergau heldur
áratugsprédikun sína fyrir anda samtíðarinnar í því formi, er
laðar sérhvern að sér, sem einhverja hlutdeild á í kostum nú-
tímamenningarinnar. Prédikunin skírskotar til hins listræna
móttökuhæfileika mannsins, hún nær til þarfar hans og þrár
eftir sannri fegurð, hinu háleita og hreina, er á sér djúpar
rætur í sál hans. Hún leitar að honum, og finnur hann á þeim
vettvangi, sem engum er óheimilaður, — á vettvangi listarinnar«.
Þannig er úrskurður kardinálans; og annar maður, mótmæl-
endatrúar, og jafnframt sjónleika-listdómari, hefir farið þessum
orðum um leikina:
>Það er sálubót og huggun falin í því, að sjá á þessum
tímum, þegar svo margt þjóðlegt, samgróið og kærkomið
manni, fer í súginn, að þessar leifar hinna andlegu sjónleika
miðaldanna, rammþýzkar, heilbrigðar og æskuhressar, eru enn
þá til með oss, eins og þær hefðu risið upp í gær, og horfa
á oss með glöðum barnsaugum og virðast kalla til vor: »Verið
hugrakkir, hinn forni fjársjóður þýzka þjóðarandans er óglat-
anlegur og ótæmandi. Ef þið varðveitið aðeins trúna á hann,
veitir hann ykkur aftur nægtir. . . .«
Báðir þessir menn, er tilheyra sinn hvorri kirkjudeild, eru
samdóma um hrifningu sína. Þessi eining með þeim báðum
bendir á aðra þýðingu píslarsjónleikanna, sem er ekki síður
eftirtektarverð en hin fyrri.
Píslarsjónleikirnir eru ekki aðeins hvatning fyrir einstak-
linginn um að sættast við Guð, heldur og friðarorð í játning-
ardeilum kirkjudeildanna.
í píslarsjónleikjunum er ekki með einu orði vikið að dog-
matiskum ágreiningsatriðum. Orðalagið er annaðhvort beinlínis
tekið úr ritningunni, eða orðalag biblíunnar er fært í einfaldan
búning alþýðumálsins. Hvorttveggja þetta skilur mótmælandinn
og hinn katólski maður og virðir það. Útdeiling brauðsins og
vínsins fer þannig fram að hvorugur hneykslast, en báðir eru