Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 99

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 99
94 ]ón Helgason: Prestafélagsritiö. sem hann skildi nokkurt orð í því, sem hann var að fara með eða ekki. Mentunarkröfur var auðvitað engar hægt að gera er svona stóð á. Skólar voru engir á stólunum síðan er Pétur biskup Nikulásson fór utan, og klaustrin voru flest tæmd að fólki (t. d. bæði Þingeyra- og Þykkvabæjarklaustur). Einu leiðbeiningarnar, sem þessir nýju prestar hafa getað fengið, hafa þeir sennilega orðið að sækja til eldri presta. Furðu fljótt, hefir þó tekist að fá fylt hið mikla skarð. En áhrifarík prestastétt gat sízt fengist með þessum hætti. Á þvf hlaut að verða bið og hún varð löng. Að réttu lagi bíður ís- lenzka kirkjan ekki fullar bætur þessarar blóðtöku fyr en eftir fleiri mannsaldra, enda hefir kirkjulífið hér ekki verið í annað sinn daufara en á 15. öld. Meðal presta er nærri því leit á mönnum, sem skari fram úr í nokkuru. Vér kunnum að nefna eina fjóra á öllu landinu, sem nokkuð frekara hefir borið á, sem sé þá þrjá norðanlands: )ón Pálsson Maríuskáld, Þorkel Guðbjartsson og Barna-Sveinbjörn í Múla, sem sízt voru nein dygðaljós, og einn sunnanlands, Steinmóð ábóta í Viðey, og um hann viíum vér ekkert annað en að hann var maður í áliti og stundum í biskups stað (officialis), t. d. eftir brottför Goðsvinns biskups. Það er því ekki nein furða, þótt hingað yrði að senda útlendinga á biskupsstólana. Sunnanlands hafa bisk- upsefni hlotið að vera mjög vandfundin. Að Árni biskup Olafs- son er tekinn til biskups, þótt íslenzkur væri, kynni ef til vilt að standa í sambandi við, að þess hafi þótt alveg sérstaklega þörf, vegna ástæðnanna hér eftir svarta dauða. En ekkert bendir til þess, að hann hafi reynst landsmönnum betur en hinir útlendu biskupar upp og ofan. Þegar alls þessa er gætt, er sízt furða þótt hnignun alls andlegs lífs og andlegrar atgerfi yrði eitt af höfuð-einkennum 15. aldarinnar. Enda var hún mikil, líklega meiri en annars eru dæmi til í sögu lands vors. »Langa réttarbót« endur- speglar vafalaust ástandið innanlands eins og það var á þessu tímabili. Þegar kemur fram á síðari hluta aldarinnar fer eins og heldur að rætast úr fyrir þjóð og kirkju. Eftir að Kristján I. kemur til ríkis má t. d. heita, að taki fyrir þá óhæfu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.