Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 3
ElMREiÐJN
0GMUNDUR BISKUP
259
En svo var hann gildur elli í,
þótf augunum myrkrið grandi,
menn sóttu fund hans fyrir því,
og frézt hefr af honum standi
þeim yngra, er flutti fræðin ný,
felmtr og slíkur vandi,
að honum fanst sér ekki sætt
eða völdum sínum stætt,
væri hann lífs í landi.
Þótí kendi fjendur kuldajel,
kæmi’ hann í haglegt færi,
ekki fáir ástarþe!
ætla eg til hans bæri,
því mörgurn harðla var hann vel, —
sá vottur er betri en særi,
á sextándu öld að sunnanlands
seggurinn margur nafnið hans
bar, — þótt barnlaus væri.
II.
Silfrið er komið, systir mín,
síðasti hvítur reittur,
og — þeir tóku það alt ti! sín —
í öngu hagurinn breyttur;
í myrkrinu hugsa eg þrátt til þín
af þrá og angist sveittur;
eg veit eg aldri frelsi fæ,
en fluttur verð um breiðan sæ
af elli og angri þreyttur.
Eg heyri söxin hrikta við,
hrópað í lyftingunni,
upp er dregið akkerið,
eikjan laus frá grunni,
skunda finn eg skipsfólkið,
skjálfa súð fyrir unni,