Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Page 123

Eimreiðin - 01.12.1922, Page 123
EIMREIÐIN RITSJÁ 379 að segja um þau öll, að þau eru vönduð mjög að frágangi og margt gott í þeim öllum. Og vafalaust má telja þessa bók með þeim merkari, sem út hafa komið nýlega. Prýðilega samin erindi um þau mál, sem jafnmikið er um hugsað og rætt, hljóta að eiga erindi og verða lesin. Og hugsað um þau, glaðst og reiðst, uppbyggst og hneykslast, rætt og deilt. Alt er það betra en doðinn í trúmálunum. Það er mikið deilt um það, hvað sé sáluhjálparskilyrði. En einna vissast hygg eg það vera til þess að fara á mis við sáluhjálp, að vera áhugalaus um andleg mál, dauður andlega í þeim skilningi. Það getur vel verið, að margt sé uppbyggilegra í trúmál- unum en að deila um þau, og vissulega taka trúmáladeilur oft á sig þá mynd, að mönnum getur ofboðið. En það er þó ævinlega þetta, sem muna verður, hve gjarnt mönnum er að deila einmift um það, sem þeim er hjartfólgnast, og vissulega er það varhugaverður vottur, meðan mennirnir eru líkir því, sem þeir nú eru, ef fjarska hljótt verður um eitthvert mál- efni, og allir sýnast sammála, því að þótt það geti litið út eins og einir.g andans í bandi friðarins, getur það alveg eins verið eining andleysis í bandi dauðans, sem veldur. Prófið alt, haldið því, sem gott er, sagði postulinn. Sú regla á jafnan við. M. J. Sigfús Bíöndal: ISLANDSK-DANSK ORDBOG, 1. Halvbind. Reykjavík 1920—22. Það er ekkert smávægis þrekvirki, sem int hefir verið af hendí, þar sem er þessi mikla orðabók yfir íslenska málið. Má marka það þegar af stærðinni einni saman. Þessi fyrri helmingur bókarinnar er hátt upp í 500 blaðsíður afarstórar og þéttprentaðar, svo að hver síða er að lefurmergð á við 4—5 venjulegar síður. En þótt á stærðina sé minst, gefur hún þó ekki nema lélega hugmynd um þá vinnu, sem liggur í slíkri orðabók sem þessari. Að vísu eru ýmsar orðabækur fyrir, sem bygt hefir verið á, enda væri slík orðabók sem þessi allsendis óhugsanleg án þess, en engu að síður er það risavaxið starf, sem hér hefir verið unnið, margra ára seigluvinna við söfnun og samningu. Á titilblaði orðabókarinnar eru, auk aðalhöfundarins, nefnd sem aðal- aðstoðarmenn þau frú Björg Þ. Blöndal, kona höfundarins, Jón Ofeigs- son, kennari, og Holger Wiehe, mag. art. Bókin er helguð minningu dr. D. M. Olsens, er sýnir, að hann á ekki lítinn þátt í henni með söfnum sínum úr alþýðumáli, enda getur höf. þess í formála. En auk þessara aðalaðsfoðarmanna hafa ýmsir unnið að þessu verki, enda ómögulegt með öðru móti. Og þó hvílir auðvitað aða) vandinn og vegsemdin á sjálfum höfundinum, Sigfúsi Blöndal, bókaverði. Mig brestur margt til þess að geta lagt nokkurn verulegan dóm á þetta verk frý vísindalegu sjónarmiði. En það er hverjum, sem athugar, aug- 'ióst, að afarmikill ávinningur er að þessari bók. Hér er sægur af orðum saman kominn, sem ýmist hefir vantað í hinar fyrri orðabækur eða þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.