Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 113
eimreiðin
TÍMAVÉLIN
369
erum við ekki í raun og veru komnir nema svo skamt áleiðis
í jarðrækt og heilbrigðisráðstöfunum. Enn höfum við ekki náð
tökum á nema fáeinum sjúkdómum, en við þreifum okkur
áfram þrep af þrepi. I garðræktinni erum við komnir það
áleiðis, að við getum upprætt illgresi á smá blettum og rækt-
að nokkrar heilnæmar matjurtir, en lang mest af gróðri jarð-
arinnar verður að baslast sem best hann getur. Við reynum
að kynbæta fáeinar plöntur; ef okkur tekst að fá betri fíkju
eða steinlausa rúsínu, þykjumst við góðir, eða þá stærra blóm
eða fallegri nautgrip. Þetta gengur alt hægt og bítandi, og er
fálm og fum að mörgu leyti. Náttúran sjálf er seinlát og
fælin undir klaufalegum handtökum okkar. En eftir óra tíma
breytist þetta til hins betra. Það þokast altaf í áttina. Alt á
jarðríki kemst í nokkurskonar samvinnufélagsskap, og eftir
því sem á líður gengur framförin hraðar og hraðar, og nátt-
úran kemst meir og meir á vald mannsins. Og loks fer svo,
að alt dýralíf og jurtalíf er komið í fullkomið jafnvægi og
stillist eftir þörfum okkar,
Þessi samstilling hafði hepnast, og hepnast vel. Náttúran
var unnin til fullkominnar hlýðni eitt skifti fyrir öll, og þetta
hafði farið fram á þeim öldum, sem vélin hafði hlaupið. Loftið
var sýklalaust, og jörðin bar ekki framar þyrna né þistla.
Hvert sem litið var blöstu við blóm og indælir ávextir.
Skrautleg fiðrildi sveimuðu hingað og þangað. Meðalið, sem
kom í veg fyrir alla sjúkdóma, var fundið. Veikindi voru ekki
lengur til. Allan tímann, sem eg stóð við, sá eg engan sjúkl-
>ng, og síðar komst eg að því, að sjálf rotnunin og eyðingin
var orðin alt önnur en áður.
Þjóðfélags vandamálin höfðu einnig verið leyst. Mannkynið
ált bjó í glæsilegum höllum og klæddist dýrindis skikkjum,
°2 enginn þurfti að erfiða. Enginn vottur sást til baráttu,
hvorki um auð né völd. Búðir, auglýsingar, umferð, alt þetta,
sem viðskiftalífinu fylgir, og auðkennir okkar tíma, alt var
bað horfið. Svo að það var ekki kyn þótt mér þætti sem eg
Vgeri kominn í jarðneska Paradís. Erfiðleikarnir, sem eru
samfara mikilli fólksfjölgun, voru hættir, því fólksfjölgunin var
orðin mátuleg.
En þegar allir þessir sigrar voru unnir, breyttist mannkynið
24