Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 52
308
KENNARI KEMUR TIL S0GUNNAR
eimreiðin
öllum, morgunstjarnan, með ljómann yfir sér frá öllum hinum
stjörnunum, en þar að auki frá morgunsólinni sjálfri, sem
skein honum svo skært fyrir augum, að hann gleymdi sjálfum
sér og öllu sínu. Eg segi ekki annað en það:
„Þá loguðu fjöllin; ó, felmtrandi sýn,
þú fyrnist oss aldrei uns heimurinn dvín“.
Því einu vildi eg bæta hér við, að slíkar hugsanir höfðu
aldrei fyrj fæðst í hugum okkar. Aðrar eins sýnir höfðuni við
áldrei séð. Engan af okkur hafði dreymt um það, að slíkt líf
væri til, svo tilkomumikið og fagurt. Aldrei höfðum við vitað
það fyr, að guð er svona dásamlega góður, og — getur líka
gert okkur mennina að miklum mönnum og góðum.
En þá fyrst rak okkur þó í rogastans, þegar Kristófer tók
upp á því að gera Jesú Krist að manni fyrir augum okkar.
Eg man það meðan eg lifi. Eg var nærri því hræddur fyrst í
stað. Gat þetta verið alveg áreiðanlegt? Þarna sýndi hann
okkur ungan mann, fullan af björtum vonum og barnslegri trú,
mann sem brann af þrá til þess, að vinna stórvirki fyrir guð
— en gat þó beðið, stilt sig og beðið, þangað til guðs tími
var kominn. Hann hélt kyrru fyrir heima hjá sér til þrítugs-
aldurs, og vann með höndunum, smíðaði tré. I móðurætt var
hann kominn af Davíð, og sór sig í ættina, nema hvað efnið
í honum — málmurinn — var margfalt tærari og stæltari,
hreinni og heillegri. — Loksins var tíminn fullnaður, og hann
lagði til orustu, barðist fyrir málefni guðs, með afli ljónsins
og þolinmæði lambsins. Hann var allur þar sem orustan var
hörðust. Svo hafði enginn barist fyr. Og einskis manns var
freistað eins og hans. Satan ætlaði að ginna hann og veiða.
En það tókst ekki, hann hélt velli, þar sem allir aðrir höfðu
hopað, stóð, þar sem allir aðrir höfðu fallið. Alls konar mann-
vonska sótti að honum og ætlaði að gera út af við hann-
Menn komu til móts við hann með fláftskap, slægir sem hög9'
ormar, og reyndu að veiða hann. En hann sá við veiðibrellum
þeirra, fletti ofan af sjálfum þeim, og hirti þá með vendi sann-
leikans. Og þeir komu á móti honum eins og gráðugir vargar,
gnístu tönnum af illsku og gerðu aðsúg að honum. En hann