Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 11
EIMREIÐIN
0GMUNDUR BISKUP
267
Dætur Ægis skulu í raunum rugga,
og raula mjúkan svefn, að tárin þorni,
dauðaþreyttum dreng um Islandshaf,
bjartir draumar skulu hugann hugga,
heilskyggn þar til vaknar hann að morni
eilífs ljóss við glaðan geislastaf.
Suðurförin.
Kafii úr æfisögu Benedikts Gröndals.
Benediht Gröndal skáld, ritaði æfisögu sína, og má nærri geta, að
margan hefir langað til þess að sú bók væri gefin út. Hefir hún legið í
handriti. En nú liggur við borð að hún komi á prent.
Eimreiðin hefir verið svo heppin að ná í þennan kafla til birtingar,
°9 er það hið fyrsta, sem af þessari merkilegu æfisögu kemur fyrir
almenningssjónir.
Þessi sögukafli hefst haustið 1857.
Eg kom til Kaupmannahafnar um kvöld í mvrkri. Lárus
Elöndal sigldi þá til háskólans, og voru þar fyrir Gunnlaugur
°2 Magnús Blöndalsbræður. Þá var ekki um annað að tala en
•frekka, og gerðu það flestir aðrir íslenskir stúdentar engu
s'ður en eg, þó minna væri um þá talað en mig. Þessi vetur
Var einna leiðinlegastur þeirra, sem eg hefi lifað; eg hafði
en9ar bækur og enga peninga til að kaupa neitt fyrir, og má
nærri geta hvað mikið varð af stúderingum. Kunningjar mínir
1 Höfn, sem höfðu verið mér samtíða áður, voru orðnir mér
ðkunnugir eða hirtu ekki um að þekkja mig, og eg var ein-
^ana og yfirgefinn. Þannig leið allur veturinn í tómu iðjuleysi
°9 drabbi, stundum með hinum yngri stúdentum, og var eg
kú orðinn ónýtur og frá mér. Eg kom töluvert saman við
Hunnlaug Þórðarson; hann átti þá að snúa Grettlu á dönsku,
°2 gerði eg það að mestu leyti einn, og áttum við svo að
skifta peningunum. Eg held eg hafi fengið nokkuð af þeim.
Vo skrifaði eg þá einnig juridiska fyrirlestra fyrir Benedikt