Eimreiðin - 01.12.1922, Qupperneq 99
eimreiðin
ÞINGVALLAF0R
355
fyrir Þingvelli, meðfram vesturströnd Þingvallavatns. Botninn
er sem í virkisgröf og stráður stórum stuðlabjörgum, er fallið
hafa úr veggjunum beggja megin; annars er hann grasivax-
inn, nema á svo sem sex hundruð álna svæði, sem Oxará
freyðir um á leið sinni til vatnsins.
Hið sokkna hraunsvæði, er takmarkast af gjánum tveimur,
— Almannagjá og Hrafnagjá — nær frá eldfjallinu Skjald-
breið að Hengli, og hallast frá norðaustri til suðvesturs, lækk-
ar undir vatnið og myndar botn þess. Fyrir mörgum öldum,
lá þessi langa hraunbreiða jafnhátt hásléttunni umhverfis, en
einhver voðaveila, sem líklega hefir komið af því, að vatns-
rensli neðanjarðar gróf undan, varð til þess, að hún rifnaði
um jaðrana og sökk þangað sem hún er nú, skekin sundur f
hreinasta tíglagólf, úr óreglulegum brotum, með rifum og gluf-
um á milli.
Og hér er Þingvallavatn, bláast vatna, og horfir skygðum
kristalsfletinum til himins, eins og það segði: »Ertu alveg eins
blár ?« En himininn er ekki eins blár, né heldur hafið með
andstæðugulum dílum sargassoþangsins, og ekki gulldröfnóttur
blámasteinninn, né heldur kornblómið á akrinum. Og þó kann-
ast eg við þennan skínandi heiðbláma. Eg hefi séð hann í
Bláa hellinum á Capri, á fjaðraskrauti ísfugla, páfagauka og
blárra paradísarfugla, á vængjum stóru bláfiðrildanna í Bras-
'líuskógum, í brosandi augum drengsins míns.
Líttu á þetta undursamlega vatn í brúnni hraunskálinni,
weð ýmislega grænum rákum á grynningum og rifjum með-
fram ströndinni; eru dröfnurnar á páfuglsfjöðrum eins fagur-
bláar? Líttu á það, þegar sólin skín sem glaðast og það logar
eins og blátt bál, hefir nokkur safír nokkurn tíma ljómað svo?
Þvílíkur töfrablámi! Hvað hann gleður og heillar! Frá mér
nurninn af aðdáun, hreifur af litadýrðinni, finst mér eg verði,
e*ns og Glákus forðum, að sökkva mér í þennan bráðna
blákristall.
Þingvallavatn er í lögun sem hálfmáni, 16 rasta langt og
b—8 rasta breitt. Dýptin er frá grynningum að 60 föðmum.
Upp úr því nálega miðju, rísa tveir eyhnúkar, með eldgígum,
svartir og ófrjóir. Það eru Sandey og Nesjaey. Þar verpir
svartbakur. Vmsir höfðar ganga út í vatnið frá norður-, aust-