Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 9
EIMREIÐIN
0GMUNDUK BISKUP
265
lítil heillaþúfa
yrði Dönum eftir það,
sem oss hafa lengi »skamferað«,
og trúuna rétta rjúfa.
Og öfugum með yfirsöng
eg ei vil þeir mig flekki,
þar ýman sé eg ræðing röng
og ritus allan skekki, —
þótt gnauði þungt og glymji hröng,
hún guðlasíar þó ekki,
falskur er ekki söngur sá,
er sjálfum drottni hljómar frá
um alheims alla bekki.
Brýnir vondsleg villan raust,
en vandséð til hvers dregur,
>upphafs« var ei »efnið« traust,
og enginn hjálparvegur,
»miðdykið er mátalaust«,
og myrkrajarl ei tregur
að »bívara sig með« blöskran þá, —
bjargi ei Kristur, verða má
»endinn afskaplegur«.
En hvernig sem að hvað eitt fer,
og hver í skjót sem fýkur,
hjartans systir, þakki þér
þengill himna ríkur
órjúfandi ást á mér;
engan trygð hans svíkur:
— Skuggaleg var skilnaðarstund —
hann skapar oss bjartan endurfund,
er raunarökkri lýkur. — —
Vfir fólki og fósturjörð
friður drottins standi,
helgar sveitir haldi vörð