Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 122
378
RITSJÁ
EIMREIÐIN
(eÖa dönsku), hafa miklu meiri not ritsins í þýÖingunni en á frummálinu,
af því að þá skortir miklu meira á aÖ ná blæbrigðum norskunnar heldur
en því nemur, sem í þýðingunni kann að hafa tapast. Og enn má segja,
að fjöldi manna geti einmift þá fyrst lesið ritið á frummálinu, þegar þeir
hafa kynst því vel í þýðingunni. Einar Benediktsson á því margfaldar
þakkir að fá fyrir verkið.
Bókin er prýðis vönduð að ytra frágangi. M. ].
STÚDENTAFÉLAOIÐ í REYKJAVÍK 50 ÁRA, eftir Indríða Einars-
son. Guðm. Gamalíelsson, Rvík 1921.
Stúdentafélagið í Reykjavík var stofnað 14. nóv. 1871 og átti því 50
ára afmæii seint á síðastliðnu ári. Til þess að minnast þess hefir það
gefið út þetta minningarrit, en Indriði Einarsson skáld og fyrver. skrif-
stofustjóri hefir rifað. Kom hann snemma í félagið og var formaður þess
um eitt skeið, svo að hann má margt muna frá fyrri árum þess, enda er
varla í annað hús að venda, en minni manna, um starfsemi félagsins
framan af, því fundarbækur þess eru engar til fyrri en frá 1893.
Sagan er auðvitað í brotum framan af, vegna þess hvernig heimildirn-
ar eru, og svo hefir félagið sennilega verið nokkuð misjafnlega vel-vak-
andi eins og gerist og gengur. Stúdentar við nám voru ekki margir hér,
en það eru oftast þeir, sem bestir eru til þess að halda lífi í félagsskapn-
um, en hinir eldri, sem í embœtti eru komnir, og bundnir eru við ýms
störf og auk þess værukærir á góðum heimilum sínum, verða síður drif-
afl í félagslífi sfúdenfa. En á síðari árum færist líf í félagið, og bendir
ýmislegt á, að það sé einmitt nú að færast verulega í aukana.
Ekki þarf að því að spyrja, að bók þessi er fjörlega og skemtilega
færð í stílinn hjá höfundinum, því að það mætti vera léleg beinagrind,
sem hann gæti ekki klætt einhverskonar lífsham.
Bókin er prýdd fjölda mynda af formönnum félagsins og er hin eigu-
legasta. M. 7-
TRUMÁLAVIKA STÚDENTAFÉLAGSINS, 13.-18. mars 1922. Er-
indi og umræður. Steindór Gunnarsson. Rvík 1922.
Vmsum mun kunnugt um það af blöðum og með öðru móti, að Stú-
dentafélagið boðaði til umræðna um trúmál í fyrravetur og fékk ýms félög
og stofnanir fil þess að senda fulltrúa í þessu skyni. Fullfrúar, sem komu,
voru Sig. P. Sívertsen, prófessor, fyrir guðfræðideild Háskólans, síra
Friðrik Friðriksson fyrir K. F. U. M., síra Jakob Kristinsson fyrir Guð-
spekifélagið, Haraldur Níelsson, prófessor, fyrir Sálarrannsóknafélagið og
síra Bjarni Jónsson sem þjóðkirkjuprestur. Héldu þessir menn sitt erind-
ið hver, en að því loknu var boðað til almenns umræðufundar. OHu
þessu var fylgt með miklum áhuga. Hefir nú erindum þessum og útdrætti
úr umræðunum verið safnað í bók þá, sem hér er um að ræða.
Það sé fjarri mér að fara að rita eða dæma um hin einstöku erindi
í bókinni, því að það yrði líklega nokkuð langt mál. En það er óhætt