Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 80
336
í DÓMKIRKJUNNI í LUNDI
eimreiðiN
mörkina? Og er ekki eyðimörkin endalaus? Eru hillingarnar,
sem við sjáum, eintóm ímyndun, eða eru þær raunveruleiki
lengst í fjarska?
Presturinn spyr brúðhjónin, hvort þau vilji heita hvort öðru
æfinlegum trúnaði. Svörin heyri eg ekki, en eg sé, að þeim
er stundin heilög; alvaran er djúp og enginn skuggi í andlit-
unum. Nú er teningunum kastað. Héðan af hljóta þau að
fylgja hvort öðru, annaðhvort sem ljós eða skuggi, jafnvel þótt
þau skilji að borði og sæng og að lögum.
Brúðhjónin hafa kropið frammi fyrir altarinu. Nú standa
þau upp; vígslunni er lokið. Um leið og þau ganga frá altar-
inu lítur brúðurin þangað, sem eg stend. Við horfumst andar-
tak í augu. Var það rangt séð, að í augnaráði hennar vseri
leit og þrá eftir tilbeiðslu? Þú undarlega samband mannssál-
arinnar: þrá eftir tilbeiðslu og leit eftir einhverju til að tilbiðja-
Ber það ekki vitni um, að við séum bæði brot af guði og barni?
Brúðhjónin og brúðfylgdin hverfa af sviðinu. Eg stend enn
um stund kyr með hattinn í hendinni. Síðan geng eg niður >
kirkjuna. Þar er gömul kona, sem gætir hennar og selur
kort og myndir. Hún spyr mig gletnislega, hvort eg hafi verið
við brúðkaup. Eg finn, að hún hefir ekki tekið það eins al-
varlega eins og eg. Síðan spyr hún mig, hvort eg hafi komið
niður í grafhvelfinguna. Og þegar eg neita því, fylgir hún mer
þangað og hverfur síðan aftur til búðarborðsins síns í kirk|-
unni, en hurðin fellur að stöfum eftir mér.
Og þetta er þá ríki hinna dauðu, musteri þeirra, — veg-
legasta grafhvelfing á Norðurlöndum. Hér hvíla erkibiskupar,
biskupar og riddarar, eða svo segir grafletrið á steinunum-
En ef þessi grafhvelfing er ímynd annars lífs, og kirkjan upp1
yfir ímynd þessa lífs, er ekki að hlakka til skiftanna við dauð-
ann. Mér kemur í hug skoðun Forngrikkja á lífinu hinumeg111-
Akkilles vildi heldur vera aumasti þræll á jarðríki en konung-
ur í Hadesheimi, dauðraríkinu. Mér finst hér lágt undir loft,
dimt og hráslagalegt; steinninn er rakur og kaldur á svip-
En hér er margt að sjá. Steinstoðirnar, sem halda upP1
loftinu, sem kirkjan hvílir á, eru margar og þéttar eins og
stofnar í stórvöxnum skógi. Og allar eru þær haglega gerðai-
Við eina þeirra er hann bundinn jötuninn Finnur, sem þjóð'